Frank Ocean syngur í Laugardalshöll í júlí Freyr Bjarnason skrifar 17. maí 2013 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður í Laugardalshöll 16. júlí. nordicphotos/getty „Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
„Við erum ótrúlega spenntir fyrir því að hafa náð að landa tónlistarmanni sem er sjóðandi heitur núna,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson hjá Senu. Bandaríski tónlistarmaðurinn Frank Ocean verður með tónleika í Laugardalshöllinni 16. júlí. „Það síðasta sem hann gerir áður en hann kemur til Íslands er að koma fram á tónlistarhátíð í London með Justin Timberlake. Það sýnir svolítið hversu stór hann er,“ segir Ísleifur. „Við erum búnir að vinna lengi í því að fá einhvern ungan og ferskan tónlistarmann á uppleið til landsins. Hann er einn heitasti listamaður samtímans og það er brjálæðislegt „buzz“ í kringum hann. Það er ótrúlega strembið fyrir litla Ísland að ná svona mönnum.“ Hinn 26 ára Ocean frá New Orleans hóf feril sinn sem lagahöfundur fyrir stjörnur á borð við Beyoncé Knowles, Brandy, Justin Bieber og John Legend. Í fyrra kom út hans fyrsta sólóplata, Channel Orange, sem hefur slegið í gegn um heim allan. Þar blandaði hann saman R&B, poppi og rappi á silkimjúkan og grípandi hátt. Ocean hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir plötuna, þar á meðal tvenn Grammy-verðlaun, Brit-verðlaun sem besti alþjóðlegi karlkyns listamaðurinn og Q-verðlaunin sem bjartasta vonin. Um síðustu áramót toppaði Channel Orange svo marga árslista fjölmiðla og gagnrýnenda um allan heim að annað eins hefur varla sést. Meðal þeirra sem völdu hana bestu plötu ársins eru til dæmis Spin, Mojo, The New York Times, Time og Washington Post, auk þess sem hún var efst á blaði hjá tónlistarsérfræðingum Fréttablaðsins. Á vefsíðunni Metacritic, sem tekur saman einkunnir allra helstu gagnrýnenda heims, var Channel Orange með langhæsta meðaltalið fyrir síðasta ár. Til marks um þá stöðu sem Frank Ocean hefur skapað sér þá er hann að finna á lista tímaritsins Time í ár yfir 100 áhrifamestu einstaklinga heims. Mikla athygli vakti þegar hann tilkynnti á Tumblr-síðu sinni í fyrra að þegar hann var nítján ára hefði hann orðið ástfanginn af öðrum karlmanni. Hann varð þar með einn fyrsti frægi, þeldökki bandaríski tónlistarmaðurinn til að greina opinberlega frá samkynhneigð sinni. Það er sérlega athyglisvert í ljósi þess að bandaríska hipphopptónlistarsenan er þekkt fyrir fordóma sína gegn samkynhneigðum.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira