Bíó og sjónvarp

Bönnuð mynd sýnd í Toronto

Freyr Bjarnason skrifar
Leikstjóri myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka,  sem verður sýnd í Kanada.
Leikstjóri myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka, sem verður sýnd í Kanada.
Íslensk-suður-afríska kvikmyndin Of Good Report verður sýnd í flokknum The Discovery Programme á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada.

Myndin var bönnuð af ríkisstjórn Suður-Afríku en eftir mikinn þrýsting var hún leyfð á ný fyrr á þessu ári. Hún fjallar um ólöglegt samband kennara og nemanda sem fer úr böndunum. Þetta er sálfræðitryllir sem er leikstýrt af Jahmil X. T. Qubeka og er virðingavottur til hinna sígildu film noir-mynda með sterkum suður-afrískum rótum.

The Discovery Programme er sá hluti Toronto-hátíðarinnar þar sem kynntir eru nýir og efnilegir leikstjórar hvaðanæva af úr heiminum. Of Good Report er þriðja íslenska myndin sem er valin á Toronto International Film Festival í ár.

Meðframleiðendur myndarinnar eru Heather Millard og Þórður Bragi Jónsson hjá fyrirtækinu Compass Films Iceland. Eftirvinnslan fór fram með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.