Rússneskur vetur í Bæjarbíói Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2013 14:51 Kvikmyndin Solaris eftir Andrei Tarkovsky er meðal þeirra kvikmynda sem sýndar verða í vetur. Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu. Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands. Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky. Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér. Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Vetrardagskrá Kvikmyndasafns Íslands hefst á morgun undir yfirskriftinni „Rússneskur vetur“, en á dagskrá verða mestmegnis kvikmyndir frá Rússlandi og Sovétríkjunum sálugu. Samkvæmt dagskrárriti safnsins kemur dagskráin til af þrennu. Hún er sögð tímabær rannsókn á þeim fjársjóði sem stærsta gjöf kvikmynda til safnsins kalli eftir, knapps fjárhags í kjölfar efnahagshrunsins og ábendingu menningarmálaráðuneytisins til stofnana sinna um að á árinu 2013 séu 70 ár liðin frá því að stjórnmálasamband var tekið upp milli Íslands og Sovétríkjanna, nú Rússlands. Á dagskránni eru margar sögufrægar myndir úr rússneskri menningarsögu. Meðal þeirra eru Karamazov-bræðurnir, þriggja mynda flokkur eftir skáldsögu Dostojevskís, Idi i smotri, áhrifamikil kvikmynd um grimmdarverk fasista í Sovétríkjunum í seinni heimsstyrjöldinni og valdar myndir eftir leikstjórann Andrei Tarkovsky. Langstærsti hluti dagskrárinnar kemur úr safni MÍR, og verður fyrsta sýning vetrarins í Bæjarbíói annað kvöld klukkan 20. Þá verður fyrsti hluti Karamazov-bræðranna sýndur.Dagskráin í heild sinni er aðgengileg hér.
Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Segir gott að elska Ara Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ Lífið Elísabet fær uppreist æru Gagnrýni Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein