Handbolti

Óvissa með Róbert

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
100% árangur. Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hafa ekki tapað stigi í undankeppni EM.fréttablaðið/vilhelm
100% árangur. Aron Kristjánsson og lærisveinar hans hafa ekki tapað stigi í undankeppni EM.fréttablaðið/vilhelm
Ísland mætir Slóveníu klukkan 16.00 á morgun í Laugardalshöll í mikilvægum leik. Með sigri tryggir Ísland sér sæti á EM í Danmörku á næsta ári en Slóvenar mega helst ekki við því að tapa ætli þeir sér að komast upp úr riðlinum.

Róbert Gunnarsson missti af fyrri leiknum gegn Slóveníu vegna meiðsla og enn er óvíst um þátttöku hans á morgun, samkvæmt Aroni Kristjánssyni landsliðsþjálfara. Hann reiknar með mjög erfiðum leik í dag.

„Þeir eru búnir að mála sig út í horn og þetta er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir þá. Við erum vel meðvitaðir um það en ætlum okkur auðvitað sigur á heimavelli," sagði Aron.

Í gær voru um 700 miðar óseldir á leikinn en búast má við að höllin verði þétt setin á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×