Gerplustelpur vörðu Norðurlandameistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2013 14:37 Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100 Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Sjá meira
Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Sjá meira