Sport

Helga fyrsti íslenski Norðurlandameistarinn í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Hjartardóttir með liði sínu.
Helga Hjartardóttir með liði sínu. Mynd/Fésbókarsíða FSÍ
Helga Hjartardóttir er fyrsti íslenski Norðurlandameistari dagsins á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fer fram í Óðinsvéum í Danmörku. Ísland eignast vonandi fleiri meistara seinna í dag.

Ísland sendi ekki lið til leiks í blönduðu keppnina í ár en átti þó fulltrúa í keppninni eins og fram kemur á fésbókarsíðu Fimleikasambands Íslands.

Selfyssingurinn Helga Hjartardóttir gerði flotta hluti og hjálpaði danska liðinu Ollerup GF að tryggja sér Norðurlandsmeistaratitilinn.

Einkunnir Ollerup GF voru 19.083 á gólfi, 18.300 í stökki og 17.600 á trampólíni eða samanlagt 54.983.

Keppni í kvennaflokki hefst síðan klukkan 12.30 og karlarnir byrja síðan klukkan 15.35. Verðlaunaathöfnin er síðan eftir fimm í kvöld.

Úrslitin í keppni blandaðra liða:

1. Ollerup, Danmörku

2. TeamGym Greve, Danmörku

3. Brommagymnasterne, Svíþjóð

4. Holmen, Noregi

5. Stag, Noregi

6. Gefle GF, Svíþjóð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×