Handbolti

Allt undir á Hlíðarenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fullt hús. Esther Viktoría Ragnarsdóttir og félagar í Stjörnunni hafa ekki tapað stigi.
Fullt hús. Esther Viktoría Ragnarsdóttir og félagar í Stjörnunni hafa ekki tapað stigi. Fréttablaðið/Vilhelm
Það er risaleikur í Olís-deild kvenna í handbolta í dag þegar topplið Stjörnunnar heimsækir Val í Vodafone-höllina að Hlíðarenda í einvígi tveggja efstu liða deildarinnar.

Þetta eru einu ósigruðu lið deildarinnar, Stjörnuliðið hefur unnið alla sjö leiki sína og er með eins stigs forskot á Val sem hefur unnið sex og gert eitt jafntefli. Leikurinn hefst klukkan 15.30 en Garðabæjarkonur geta náð þriggja stiga forskoti á toppnum með sigri.

Þetta er ennfremur fyrsti leikur liðanna síðan Stjarnan sló Val út í oddaleik í undanúrslitum úrslitakeppninnar síðasta vor. Stjarnan vann þá 20-19 sigur á Hlíðarenda í hádramatískum leik.

Á undan leik Vals og Stjörnunnar tekur karlalið Vals á móti ÍBV. Bæði liðin eiga möguleika á því að vinna sinn þriðja deildarleik í röð en sá leikur hefst klukkan 13.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×