Trúlofaður íslensk ættaðri konu 25. september 2013 15:30 James Spader er trúlofaður hinni íslensk-ættuðu Leslie Stefanson. Hún er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem vakti fyrst athygli þegar hún lék stórt hlutverk í spennumyndinni The General‘s Daughter árið 1999 en þar lék hún á móti John Travolta. Hún lék einnig í stórmyndinni Unbreakable með Bruce Willis árið 2000 og The Hunted með Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro árið 2003. Leslie kynntist Spader þegar þau léku saman í myndinni The Stickup árið 2002 og ástin blómstraði. Þau eignuðust sitt fyrst barn fyrir fimm árum og Leslie er núna hætt í leiklistinni. Hún hefur þó ekki alveg sagt skilið við listalífið því núna hannar hún erótískar bronsstyttur sem vakið hafa talsverða athygli. Hægt er að skoða verk Leslie á vefsíðunni www.lesliestefanson.com.Ómissandi spennuþáttur James Spader er mættur til leiks í spennuþættinum The Blacklist sem hefur göngu sína á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Þættirnir hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi á mánudag og hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Spader leikur Raymond „Red“ Reddington, fyrrum leyniþjónustumann sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum og er nú eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir að selja hryðjuverkamönnum leynileg gögn. Hann gefur sig fram í höfuðstöðvum FBI og býðst til þess að aðstoða alríkislögregluna að handsama aðra eftirlýsta hryðjuverkamenn. Einu skilyrðin sem hann setur er að hann fá lífvörð, herbergi á fínu hóteli og fái að vinna með ungum nýliða innan FBI, Elizabeth Keen. Tengsl hans við Keen eru öllum ókunn, jafnvel henni sjálfri en þau munu skýrast þegar líður á þáttaröðina. Þáttunum hefur gjarnan verið líkt við stórmyndina Silence of the Lambs. Þættirnir hófu göngu sína á NBC sjónvarpsstöðinni á mánudagskvöld og fengu mjög góðar viðtökur. The Hollywood Reporter fer lofsamlegum orðum um fyrsta þáttinn og segir m.a. að Spader sé óviðjafnanlegur í aðalhlutverkinu og að handritshöfundunum takist að gera þáttinn einstaklega spennandi. Variety segir að The Blacklist sé einn af bestu nýju þáttunum í vetur og TV Guide segir að þátturinn sé fullkomin blanda af hasar og vel skrifaðri ráðgátu. Fjölskyldan í verslunarleiðangri.Spader þarf ekki að leita langt eftir ráðleggingum um bandarísku alríkislögregluna, FBI. Tengdapabbi hans, Randolph Stefanson, starfaði fyrir FBI á árunum 1963 til 1967 bæði í Poenix og Los Angeles. Hann hefur síðan starfrækt lögfræðistofu í heimabæ sínum, Moorhead í Minnesota. Foreldrar hans, Skúli Stefanson og Effie Einarsson, voru báðir Vestur-Íslendingar en sjálfur hefur hann aldrei komið til Íslands.THE BLACKLIST er á dagskrá Stöðvar 2 á morgun, fimmtudag klukkan 21.10. Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira
James Spader er trúlofaður hinni íslensk-ættuðu Leslie Stefanson. Hún er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem vakti fyrst athygli þegar hún lék stórt hlutverk í spennumyndinni The General‘s Daughter árið 1999 en þar lék hún á móti John Travolta. Hún lék einnig í stórmyndinni Unbreakable með Bruce Willis árið 2000 og The Hunted með Tommy Lee Jones og Benicio Del Toro árið 2003. Leslie kynntist Spader þegar þau léku saman í myndinni The Stickup árið 2002 og ástin blómstraði. Þau eignuðust sitt fyrst barn fyrir fimm árum og Leslie er núna hætt í leiklistinni. Hún hefur þó ekki alveg sagt skilið við listalífið því núna hannar hún erótískar bronsstyttur sem vakið hafa talsverða athygli. Hægt er að skoða verk Leslie á vefsíðunni www.lesliestefanson.com.Ómissandi spennuþáttur James Spader er mættur til leiks í spennuþættinum The Blacklist sem hefur göngu sína á Stöð 2 á fimmtudagskvöld. Þættirnir hófu göngu sína í bandarísku sjónvarpi á mánudag og hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda. Spader leikur Raymond „Red“ Reddington, fyrrum leyniþjónustumann sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum og er nú eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir að selja hryðjuverkamönnum leynileg gögn. Hann gefur sig fram í höfuðstöðvum FBI og býðst til þess að aðstoða alríkislögregluna að handsama aðra eftirlýsta hryðjuverkamenn. Einu skilyrðin sem hann setur er að hann fá lífvörð, herbergi á fínu hóteli og fái að vinna með ungum nýliða innan FBI, Elizabeth Keen. Tengsl hans við Keen eru öllum ókunn, jafnvel henni sjálfri en þau munu skýrast þegar líður á þáttaröðina. Þáttunum hefur gjarnan verið líkt við stórmyndina Silence of the Lambs. Þættirnir hófu göngu sína á NBC sjónvarpsstöðinni á mánudagskvöld og fengu mjög góðar viðtökur. The Hollywood Reporter fer lofsamlegum orðum um fyrsta þáttinn og segir m.a. að Spader sé óviðjafnanlegur í aðalhlutverkinu og að handritshöfundunum takist að gera þáttinn einstaklega spennandi. Variety segir að The Blacklist sé einn af bestu nýju þáttunum í vetur og TV Guide segir að þátturinn sé fullkomin blanda af hasar og vel skrifaðri ráðgátu. Fjölskyldan í verslunarleiðangri.Spader þarf ekki að leita langt eftir ráðleggingum um bandarísku alríkislögregluna, FBI. Tengdapabbi hans, Randolph Stefanson, starfaði fyrir FBI á árunum 1963 til 1967 bæði í Poenix og Los Angeles. Hann hefur síðan starfrækt lögfræðistofu í heimabæ sínum, Moorhead í Minnesota. Foreldrar hans, Skúli Stefanson og Effie Einarsson, voru báðir Vestur-Íslendingar en sjálfur hefur hann aldrei komið til Íslands.THE BLACKLIST er á dagskrá Stöðvar 2 á morgun, fimmtudag klukkan 21.10.
Mest lesið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Sjá meira