Enginn Pollock, en bara góður fyrir því Jón Viðar Jónsson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Pollock? "Heiðarleg gamaldags sagnalist, laus við listræna sýndarmennsku og pólitískt harðlífi,” segir Jón Viðar. Leiklist: Pollock? eftir Stepehn Sachs í Þjóðleikhúsinu Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir Búningar. Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Magnús Arnar Sigurðarson Þýðing: Mikael Torfason Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson Þjóðleikhúsið frumsýndi nú á miðvikudaginn nýlegt bandarískt verk um listfræðing og konu nokkra sem er viss um að málverk, sem hún hefur komist yfir, sé eftir Jackson Pollock, einn af meisturum málaralistarinnar á síðustu öld. Þegar fræðimaðurinn kemur í heimsókn til hennar í því skyni að ganga úr skugga um uppruna verksins, hafa þau aldrei hitst áður og munu tæpast hittast aftur, eftir að leiknum lýkur. Þau virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt; svo kemur smátt og smátt í ljós að svo er ekki, það er sitthvað sem þau tengir – eins og okkur öll, ef grannt er skoðað. Meira get ég í rauninni ekki sagt hér, ef ég á ekki að spilla fyrir ykkur notalegu leikhúskvöldi sem þið getið átt í vændum, og það dettur mér auðvitað ekki í hug að gera. Þetta er afskaplega gamaldags verk, og alveg heiðarlegt að því leyti. Höfundur ætlar sér ekki að frelsa mannkynið pólitískt, umbylta leikhúsforminu, „sprengja rammann“ sem einhverjir uppalendur virðast hafa kennt sumum leikhúsbörnum að sé æðsta markmið listarinnar. Nei, það er öðru nær, hann ætlar aðeins að segja svolitla sögu af skrýtnum og frekar geðslegum manneskjum og til þess beitir hann þeim gamalreyndu aðferðum sem meistarar leiksviðsins hafa verið að þróa síðan Grikkir byrjuðu á því í árdaga siðmenningarinnar fyrir hálfu þriðja árþúsundi. Hann veit að ef okkur er ekki haldið við efnið allt til loka, missum við áhugann og gætum jafnvel freistast til að ganga út í hléinu (sem er að vísu ekkert hér); hann skilur að sem höfundur er hann okkar þjónn, að við höfum ekki borgað okkur inn í leikhúsið til að dást að ferskleika hans og frumleik, og enn síður til að sitja undir prédikunum úr honum. Og sama á við um alla sem koma að sýningunni í Kassanum. Leikstjórinn Hilmir Snær og hans fólk er ekki heldur haldið neinum mikilmennskuórum; þau eru einfaldlega trú tilgangi verksins, hafa áttað sig jafnt á kostum þess sem takmörkunum og reyna ekki að bæta þar um, lyfta því upp á eitthvert ímyndað æðra stig. Að vísu fitla þau Hilmir og Helga I. Stefánsdóttir, sem gerir leikmynd og búninga, smávegis við hinn stórháskalega sviðsramma með hjálp tækninnar, en það gera þau af slíkri hófsemi að við tökum varla eftir því; það væri þá helst að fitlið gæti fróað einhverju þeirra leikhúsbarna, sem fyrr eru nefnd; líkast til þurfa þau þó á einhverju kröftugra að halda. Smástund datt mér í hug að leikstjórinn væri með þessum tilfæringum að gera obbolítið grín að öllum rammasprengjunum, en líklega var það nú oftúlkun hjá mér; en það er sem kunnugt er hægt að „lesa“ leikhúsið og hin margskiptu lög þess á ýmsa vegu, ef krítíkerinn er nógu lærður, djúphugull og setur upp rétt pólitísk gleraugu. Það eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson sem leika listfræðinginn og konuna. Ólafía Hrönn er einn af meisturum replikkunnar á íslensku sviði, kann að skjóta tilsvörunum svo fyrirhafnarlaust og eðlilega í mark að unun er á að hlýða; ef mér misheyrist ekki, er hún alltaf að verða betri og betri í þeirri list. Og þó að rullan bjóði upp á ýmis tilefni til að kitla salinn og veiða hlátra, sem Ólafía gæti vitaskuld gert leikandi létt, stenst hún þær freistingar, ávallt trú þeirri persónu sem hún er að skapa. Að leik Pálma verður ekki heldur margt fundið; að vísu er honum hér sem endranær um megn að tjá viðkvæmar og sárar tilfinningar, þá kemur í rödd hans einhver falskur tónn sem virkar óþægilega, yfir svip hans ankannaleg fjarræna sem ég fyrir mína parta trúi ekki á. Pálma lætur jafnan best að teikna týpur sínar skýrum, einföldum dráttum; langt út fyrir þau mörk fer hann ekki. Ágætu lesendur, þið megið alls ekki skilja mig svo, að hér sé meiri háttar listaverk á ferð. Því fer víðs fjarri. Til þess eru persónurnar ekki nógu sérkennilegar og lifandi. Við getum þekkt í þeim ýmsa drætti frá okkur sjálfum og öðrum, en meira er það ekki. Auk þess er sumt í röklegri framrás verksins hæpið og ódýrt, en færi ég nánar út í það, væri ég farinn að segja of mikið. Sú tilfinningasemi, sem löngum loðir við Kanann, bætir ekki heldur bragðið, alltént ekki í mínum munni, en hver getur ætlast til að amerískt leikrit sé laust við slíkt? Þessi leikur er einungis dægurfluga sem hægt er að hafa gaman af þá stuttu stund sem hún flýgur um, svo deyr hún og gleymist. Hann er, með öðrum orðum, hreint enginn Pollock, en alveg ókei fyrir því.Niðurstaða: Þægileg og átakalítil leikhússtund með tveimur úrvalsleikurum. Heiðarleg gamaldags sagnalist, laus við listræna sýndarmennsku og pólitískt harðlífi – og fær plús fyrir það. Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leiklist: Pollock? eftir Stepehn Sachs í Þjóðleikhúsinu Leikstjórn: Hilmir Snær Guðnason Leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir Búningar. Helga I. Stefánsdóttir Lýsing: Halldór Örn Óskarsson, Magnús Arnar Sigurðarson Þýðing: Mikael Torfason Leikarar: Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson Þjóðleikhúsið frumsýndi nú á miðvikudaginn nýlegt bandarískt verk um listfræðing og konu nokkra sem er viss um að málverk, sem hún hefur komist yfir, sé eftir Jackson Pollock, einn af meisturum málaralistarinnar á síðustu öld. Þegar fræðimaðurinn kemur í heimsókn til hennar í því skyni að ganga úr skugga um uppruna verksins, hafa þau aldrei hitst áður og munu tæpast hittast aftur, eftir að leiknum lýkur. Þau virðast við fyrstu sýn eiga fátt sameiginlegt; svo kemur smátt og smátt í ljós að svo er ekki, það er sitthvað sem þau tengir – eins og okkur öll, ef grannt er skoðað. Meira get ég í rauninni ekki sagt hér, ef ég á ekki að spilla fyrir ykkur notalegu leikhúskvöldi sem þið getið átt í vændum, og það dettur mér auðvitað ekki í hug að gera. Þetta er afskaplega gamaldags verk, og alveg heiðarlegt að því leyti. Höfundur ætlar sér ekki að frelsa mannkynið pólitískt, umbylta leikhúsforminu, „sprengja rammann“ sem einhverjir uppalendur virðast hafa kennt sumum leikhúsbörnum að sé æðsta markmið listarinnar. Nei, það er öðru nær, hann ætlar aðeins að segja svolitla sögu af skrýtnum og frekar geðslegum manneskjum og til þess beitir hann þeim gamalreyndu aðferðum sem meistarar leiksviðsins hafa verið að þróa síðan Grikkir byrjuðu á því í árdaga siðmenningarinnar fyrir hálfu þriðja árþúsundi. Hann veit að ef okkur er ekki haldið við efnið allt til loka, missum við áhugann og gætum jafnvel freistast til að ganga út í hléinu (sem er að vísu ekkert hér); hann skilur að sem höfundur er hann okkar þjónn, að við höfum ekki borgað okkur inn í leikhúsið til að dást að ferskleika hans og frumleik, og enn síður til að sitja undir prédikunum úr honum. Og sama á við um alla sem koma að sýningunni í Kassanum. Leikstjórinn Hilmir Snær og hans fólk er ekki heldur haldið neinum mikilmennskuórum; þau eru einfaldlega trú tilgangi verksins, hafa áttað sig jafnt á kostum þess sem takmörkunum og reyna ekki að bæta þar um, lyfta því upp á eitthvert ímyndað æðra stig. Að vísu fitla þau Hilmir og Helga I. Stefánsdóttir, sem gerir leikmynd og búninga, smávegis við hinn stórháskalega sviðsramma með hjálp tækninnar, en það gera þau af slíkri hófsemi að við tökum varla eftir því; það væri þá helst að fitlið gæti fróað einhverju þeirra leikhúsbarna, sem fyrr eru nefnd; líkast til þurfa þau þó á einhverju kröftugra að halda. Smástund datt mér í hug að leikstjórinn væri með þessum tilfæringum að gera obbolítið grín að öllum rammasprengjunum, en líklega var það nú oftúlkun hjá mér; en það er sem kunnugt er hægt að „lesa“ leikhúsið og hin margskiptu lög þess á ýmsa vegu, ef krítíkerinn er nógu lærður, djúphugull og setur upp rétt pólitísk gleraugu. Það eru þau Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Pálmi Gestsson sem leika listfræðinginn og konuna. Ólafía Hrönn er einn af meisturum replikkunnar á íslensku sviði, kann að skjóta tilsvörunum svo fyrirhafnarlaust og eðlilega í mark að unun er á að hlýða; ef mér misheyrist ekki, er hún alltaf að verða betri og betri í þeirri list. Og þó að rullan bjóði upp á ýmis tilefni til að kitla salinn og veiða hlátra, sem Ólafía gæti vitaskuld gert leikandi létt, stenst hún þær freistingar, ávallt trú þeirri persónu sem hún er að skapa. Að leik Pálma verður ekki heldur margt fundið; að vísu er honum hér sem endranær um megn að tjá viðkvæmar og sárar tilfinningar, þá kemur í rödd hans einhver falskur tónn sem virkar óþægilega, yfir svip hans ankannaleg fjarræna sem ég fyrir mína parta trúi ekki á. Pálma lætur jafnan best að teikna týpur sínar skýrum, einföldum dráttum; langt út fyrir þau mörk fer hann ekki. Ágætu lesendur, þið megið alls ekki skilja mig svo, að hér sé meiri háttar listaverk á ferð. Því fer víðs fjarri. Til þess eru persónurnar ekki nógu sérkennilegar og lifandi. Við getum þekkt í þeim ýmsa drætti frá okkur sjálfum og öðrum, en meira er það ekki. Auk þess er sumt í röklegri framrás verksins hæpið og ódýrt, en færi ég nánar út í það, væri ég farinn að segja of mikið. Sú tilfinningasemi, sem löngum loðir við Kanann, bætir ekki heldur bragðið, alltént ekki í mínum munni, en hver getur ætlast til að amerískt leikrit sé laust við slíkt? Þessi leikur er einungis dægurfluga sem hægt er að hafa gaman af þá stuttu stund sem hún flýgur um, svo deyr hún og gleymist. Hann er, með öðrum orðum, hreint enginn Pollock, en alveg ókei fyrir því.Niðurstaða: Þægileg og átakalítil leikhússtund með tveimur úrvalsleikurum. Heiðarleg gamaldags sagnalist, laus við listræna sýndarmennsku og pólitískt harðlífi – og fær plús fyrir það.
Gagnrýni Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira