Handbolti

Stjarnan knúði fram oddaleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Arnar Októsson, leikmaður Stjörnunnar.
Jakob Arnar Októsson, leikmaður Stjörnunnar. Mynd/Stefán
Valur er komið áfram í úrslitaleik umspilskeppni N1-deildar karla en Stjörnumenn náðu að knýja fram oddaleik gegn Víkingi í sinni rimmu.

Víkingur var í góðri stöðu eftir sigur í Garðabænum í fyrsta leik liðanna en Stjarnan svaraði með því að vinna í Víkinni í kvöld, 27-25. Oddaleikur liðanan fer fram í Mýrinni í Garðabæ á sunnudaginn.

Valur er hins vegar komið áfram í úrslitarimmuna eftir öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. Valur vann rimmuna, 2-0.

Sigurvegari úrslitarimmunnar fær sæti í N1-deild karla á næstu leiktíð.

Grótta - Valur 22-34 (9-17)

Mörk Gróttu: Þórir Jökull Finnbogason 8, Vilhjálmur Geir Hauksson 3, Kristján Þór Karlsson 3, Árni Benedikt Árnason 3, Júlíus Þórir Stefánsson 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1, Kristján Orri Jóhannsson    1, Friðgeir Elí Jónasson 1, Aron Valur Jóhannsson 1.

Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánson 10, Vignir Stefánsson 6, Orri Freyr Gíslason 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Atli Már Báruson 2, Valdimar Þórsson 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Nikola Dokic 2, Gunnar Harðarson 1.

Víkingur - Stjarnan 25-27




Fleiri fréttir

Sjá meira


×