Handbolti

Guðmundur verður formaður HSÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Guðmundur B. Ólafsson
Guðmundur B. Ólafsson Mynd/Stefán
Guðmundur B. Ólafsson, varaformaður Handknattleikssambands Íslands, gefur kost á sér til formennsku sambandsins. Guðmundur verður sjálfkjörinn þar sem ekkert annað framboð barst í formannsembættið.

Ársþing HSÍ fer fram þann 30. apríl. Guðmundur staðfesti í samtali við Vísi að hann hafi boðið sig fram í starfið. Auk Guðmundar gefa Þorgeir Arnar Jónsson og Ásta Óskarsdóttir áfram kost á sér í stjórn sambandsins. Sömu sögu er að segja um Vigfús Þorsteinsson, formann mótanefndar.

Aðrir formenn nefnda voru kosnir til tveggja ára á ársþingi sambandsins árið 2012 og gegna því embættinu í eitt ár til viðbótar.

Samkvæmt heimildum fréttastofu munu Davíð Hjaltested, sem starfað hefur fyrir Víking og og Davíð B. Gíslason, sem sæti á í stjórn handknattleiksdeildar Gróttu, að gefa kost á sér til stjórnarsetu hjá HSÍ.

Knútur G. Hauksson hefur gegnt embætti formanns undanfarin fjögur ár. Hann telur hins vegar ágætan tíma nú til þess að stíga til hliðar. Greint var frá því að Knútur myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í Morgunblaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×