Brúðkaupsbomba árið 2013 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 19. desember 2013 20:00 Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Mikið var um brúðkaup á árinu í stjörnuheimum en athygli vekur að 8. júní var vinsælasta dagsetningin fyrir þennan stóra dag hjá fræga fólkinu. Brúðkaupin voru jafn misjöfn og þau voru mörg – allt frá ævintýrabrúðkaupi i Disneylandi til afslappaðrar veislu með hlaðborði af djúpsteiktum kjúklingi og vöfflum. Fréttablaðið leit yfir árið og fékk að skyggnast inn í nokkur myndaalbúm stjarnanna.4. maí Leikkonan Keira Knightley giftist hljómborðsleikaranum James Righton í Provence í Frakklandi. Keira var klædd í Chanel frá toppi til táar og var fimmtíu gestum boðið í gleðina.26. maí Breaking Bad-stjarnan Aaron Paul gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðarkonuna Lauren Parsekian, í Malibu í Kaliforníu. Þemað var einfaldlega París enda trúlofuðu þau sig þar árið 2011.1. júlí Söngkonan Avril Lavigne klæddist svörtum kjól frá Monique Lhuillier þegar hún gekk að eiga Nickelback-goðið Chad Kroeger í frönskum kastala. Dagsetningin var engin tilviljun því 1. júlí 2013 var eitt ár liðið frá þeirra fyrsta stefnumóti.8. júní Madeleine Svíaprinsessa fann ástina í örmum bankamannsins Christophers O‘Neill en þau giftu sig í Stokkhólmi. Um 470 gestir voru viðstaddir veisluna og prinsessan klæddist sérsaumuðum kjól frá Valentino.10. september Glamúrfyrirsætan Holly Madison gekk í það heilaga með Pasquale Rotella í Disneylandi. 150 vinir og ættingjar glöddust með parinu og var dóttir þeirra, Rainbow Aurora, heiðursgestur.31. ágúst Leikkonan Kate Bosworth gekk að eiga leikstjórann Michael Polish á búgarði í Montana. Kate klæddist tveimur kjólum frá Oscar de la Renta, öðrum í sjálfri athöfninni og hinum í veislunni.21. október Idol-stjarnan Kelly Clarkson giftist Brandon Blackstock í Tennessee og var svo mikil leynd yfir brúðkaupinu að fjölmiðlar fengu ekki veður af því fyrr en daginn eftir. Tæplega mánuði seinna tilkynnti Kelly að skötuhjúin ættu von á sínu fyrsta barni.7. september Stórleikarinn Patrick Stewart, 73ja ára, kvæntist söngkonunni Sunny Ozell, 35 ára, en það var leikarinn Sir Ian McKellan sem gaf þau saman. Sunny klæddist frönskum blúndukjól frá Temperley London og birti Patrick mynd af þeim á Twitter þegar þau voru búin að játast hvort öðru.12. október Leikkonan Rose McGowan sagði já við listamanninn Davey Detail í Los Angeles og klæddist unaðslegum kjól frá Monique Lhuillier. Sextíu gestir fögnuðu með hjónunum og boðið var upp á Suðurríkjahlaðborð, meðal annars djúpsteiktan kjúkling og vöfflur.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“