Lífið

Ég trúi því ekki að hann sé farinn frá okkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Julia Louis-Dreyfus var gestur Ellen DeGeneres í gær til að kynna nýjustu mynd sína Enough Said. Mótleikari hennar í myndinni, James Gandolfini, lést fyrir hálfu ári úr hjartaáfalli og Julia trúir því varla að hann sé látinn.

"Þetta er ljúfsárt," segir Julia um velgengni myndarinnar en gagnrýnendur hlaða hana lofi. "Ég er enn mjög hissa að hann sé ekki hér akkúrat núna. Mér finnst erfitt að trúa því," bætir Julia við. Hún segir frammistöðu James í myndinni óaðfinnanlega.

"Auðvitað er ömurlegt að hann sé ekki hér en á hinn bóginn er þetta hlutverk leiksigur því hann er að leika karakter sem var líkur honum persónulega. Hann var ekkert eins og Tony Soprano. Hann var mun ljúfari náungi og hann leikur þannig mann í myndinni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.