Lítil en ákveðin skref í rétta átt Trausti Júlíusson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Ólöf Arnalds. Sudden Elevation. Tónlist. Ólöf Arnalds. Sudden Elevation. One Little Indian – Smekkleysa. Sudden Elevation er þriðja plata Ólafar Arnalds í fullri lengd og sú fyrsta sem er alfarið sungin á ensku. Hún hefur að geyma tólf ný lög eftir Ólöfu og var tekin upp undir stjórn Skúla Sverrissonar sem einnig leikur á bassa og fleiri hljóðfæri. Auk Ólafar og Skúla koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu, m.a. Magnús Trygvason Eliassen sem sér um bróðurpartinn af slagverkinu. Platan var fjármögnuð að stórum hluta með frjálsum framlögum og fyrirframpöntunum á Pledge Music, en það er áhugaverð leið sem netið hefur opnað tónlistarmönnum. Ólöf hefur tvo stóra kosti sem tónlistarmaður: Í fyrsta lagi hefur hún einstaka rödd og söngstíl og í öðru lagi er hún góður höfundur bæði laga og texta. Ég hafði smá áhyggjur af því að ensku textarnir yrðu ekki jafn áhrifamiklir og þeir íslensku og að vissu leyti er það þannig, en munurinn er ekki mikill. Textarnir eru sem fyrr bæði innihaldsríkir og persónulegir. Sudden Elevation er fín plata. Hún er á svipuðum slóðum og fyrri plötur Ólafar, en samt kveður líka við nýjan tón. Ólöf notar t.d. bakraddir skemmtilega í lögum eins og A Little Grim, Perfect og hinu frábæra Numbers and Names. Það er frekar mjúk og hlýleg stemning yfir Sudden Elevation og eitthvað áreynsluleysi sem styrkir útkomuna. Kassagítarinn er leiðandi í flestum laganna og undir hljómar kassabassaleikur Skúla. Annars staðar fara útsetningarnar í aðeins aðra átt, t.d. í Return Again þar sem píanóið er áberandi. Lagasmíðarnar hennar Ólafar eru flestar fínar og flutningurinn er fyrsta flokks, ekki síst söngurinn. Það má alveg segja að söngur Ólafar lyfti tónlistinni á hærra plan. Umslagið er fallegt og hæfir tónlistinni, en sá galli er samt á því að texti í plötubæklingi er prentaður í hvítu á mjög ljósan bakgrunn, sem gerir það á köflum algerlega ómögulegt að greina hann. Það er klaufalegt af jafn reyndum útgefenda og One Little Indian. Á heildina litið er Sudden Elevation mjög flott plata. Ólöf tekur ekki stór skref í tónlistarþróuninni, en gæði tónlistarinnar eru augljós. Niðurstaða: Flott lög og textar og þessi óviðjafnanlega söngrödd. „Það er frekar mjúk og hlýleg stemning yfir Sudden Elevation og eitthvað áreynsluleysi sem styrkir útkomuna.“ Mynd/GVAfréttablaðið/gva Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist. Ólöf Arnalds. Sudden Elevation. One Little Indian – Smekkleysa. Sudden Elevation er þriðja plata Ólafar Arnalds í fullri lengd og sú fyrsta sem er alfarið sungin á ensku. Hún hefur að geyma tólf ný lög eftir Ólöfu og var tekin upp undir stjórn Skúla Sverrissonar sem einnig leikur á bassa og fleiri hljóðfæri. Auk Ólafar og Skúla koma nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar við sögu, m.a. Magnús Trygvason Eliassen sem sér um bróðurpartinn af slagverkinu. Platan var fjármögnuð að stórum hluta með frjálsum framlögum og fyrirframpöntunum á Pledge Music, en það er áhugaverð leið sem netið hefur opnað tónlistarmönnum. Ólöf hefur tvo stóra kosti sem tónlistarmaður: Í fyrsta lagi hefur hún einstaka rödd og söngstíl og í öðru lagi er hún góður höfundur bæði laga og texta. Ég hafði smá áhyggjur af því að ensku textarnir yrðu ekki jafn áhrifamiklir og þeir íslensku og að vissu leyti er það þannig, en munurinn er ekki mikill. Textarnir eru sem fyrr bæði innihaldsríkir og persónulegir. Sudden Elevation er fín plata. Hún er á svipuðum slóðum og fyrri plötur Ólafar, en samt kveður líka við nýjan tón. Ólöf notar t.d. bakraddir skemmtilega í lögum eins og A Little Grim, Perfect og hinu frábæra Numbers and Names. Það er frekar mjúk og hlýleg stemning yfir Sudden Elevation og eitthvað áreynsluleysi sem styrkir útkomuna. Kassagítarinn er leiðandi í flestum laganna og undir hljómar kassabassaleikur Skúla. Annars staðar fara útsetningarnar í aðeins aðra átt, t.d. í Return Again þar sem píanóið er áberandi. Lagasmíðarnar hennar Ólafar eru flestar fínar og flutningurinn er fyrsta flokks, ekki síst söngurinn. Það má alveg segja að söngur Ólafar lyfti tónlistinni á hærra plan. Umslagið er fallegt og hæfir tónlistinni, en sá galli er samt á því að texti í plötubæklingi er prentaður í hvítu á mjög ljósan bakgrunn, sem gerir það á köflum algerlega ómögulegt að greina hann. Það er klaufalegt af jafn reyndum útgefenda og One Little Indian. Á heildina litið er Sudden Elevation mjög flott plata. Ólöf tekur ekki stór skref í tónlistarþróuninni, en gæði tónlistarinnar eru augljós. Niðurstaða: Flott lög og textar og þessi óviðjafnanlega söngrödd. „Það er frekar mjúk og hlýleg stemning yfir Sudden Elevation og eitthvað áreynsluleysi sem styrkir útkomuna.“ Mynd/GVAfréttablaðið/gva
Gagnrýni Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira