Hvað er í matinn? Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 14. febrúar 2013 06:00 Hestur er alinn á Krít. Hann fer í sláturhús í Rúmeníu, kjötið er selt til kjötvinnslu í Frakklandi og þaðan í skyndiréttaverksmiðju í sama landi þar sem því er blandað saman við tómatsósu, rotvarnarefni og pastaplötur. Úr verður lasanja. Ferðalagið heldur áfram; í sænskar umbúðir, í, segjum, frystinn í Bónus og loks á disk hjá fólki í, segjum, Reykjavík. Þetta er langur vegur; um sjö þúsund kílómetrar; næstum sex hringir í kringum Ísland. Einhvers staðar á leiðinni varð hesturinn (sem reyndar eru grunsemdir um að hafi aldrei verið hestur heldur asni) að nauti. Upp komast svik um síðir en hvað ætli margir hestar (eða asnar) hafi orðið að nauti áður en hið sanna kom í ljós? Nú er í sjálfu sér ekkert að því að borða hest (og líklega ekki asna heldur) en það má náttúrulega ekki selja hann sem naut. Hest á að selja sem hest og naut sem naut. Hestar eru hins vegar ódýrari á fóðrum og þar sem hægt er að græða er reynt að græða. Og tækifærin til að svindla eru mýmörg þegar vara fer um langan veg, viðkomustaðirnir eru margir og margir fara um hana höndum. En burtséð frá þessu: Hvernig má það vera að fólk vilji borða mat sem er þannig útbúinn að ekki er hægt að segja til um hverrar tegundar hann er? Að það finnist hvorki á bragði, áferð né öðru hvort dýrið sem orðið er að mat hneggjaði, baulaði eða eitthvað annað? Og lítil aukaspurning: Hvernig má það vera að fólki sé selt lasanja frá Svíþjóð þegar hráefnið var alið á Krít, slátrað í Rúmeníu og unnið og hrært saman í Frakklandi? Gildir þá einu hvort um er að ræða hest, asna eða naut. Ég ætla að gera nokkur orð bandaríska blaðamannsins og mataráhugamannsins Michaels Pollan að mínum. Ekki borða matarlíki, veldu alvöru mat og forðastu verksmiðjuframleidd matvæli. Ekki borða neitt sem amma þín hefði ekki kannast við sem mat. Forðastu mat sem auglýstur er í sjónvarpi. Borðaðu aðeins mat sem rotnar. Sé þessu fylgt eru minni líkur á að hægt sé að svindla á þér og það sem meira er; maturinn er miklu betri og hollari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun
Hestur er alinn á Krít. Hann fer í sláturhús í Rúmeníu, kjötið er selt til kjötvinnslu í Frakklandi og þaðan í skyndiréttaverksmiðju í sama landi þar sem því er blandað saman við tómatsósu, rotvarnarefni og pastaplötur. Úr verður lasanja. Ferðalagið heldur áfram; í sænskar umbúðir, í, segjum, frystinn í Bónus og loks á disk hjá fólki í, segjum, Reykjavík. Þetta er langur vegur; um sjö þúsund kílómetrar; næstum sex hringir í kringum Ísland. Einhvers staðar á leiðinni varð hesturinn (sem reyndar eru grunsemdir um að hafi aldrei verið hestur heldur asni) að nauti. Upp komast svik um síðir en hvað ætli margir hestar (eða asnar) hafi orðið að nauti áður en hið sanna kom í ljós? Nú er í sjálfu sér ekkert að því að borða hest (og líklega ekki asna heldur) en það má náttúrulega ekki selja hann sem naut. Hest á að selja sem hest og naut sem naut. Hestar eru hins vegar ódýrari á fóðrum og þar sem hægt er að græða er reynt að græða. Og tækifærin til að svindla eru mýmörg þegar vara fer um langan veg, viðkomustaðirnir eru margir og margir fara um hana höndum. En burtséð frá þessu: Hvernig má það vera að fólk vilji borða mat sem er þannig útbúinn að ekki er hægt að segja til um hverrar tegundar hann er? Að það finnist hvorki á bragði, áferð né öðru hvort dýrið sem orðið er að mat hneggjaði, baulaði eða eitthvað annað? Og lítil aukaspurning: Hvernig má það vera að fólki sé selt lasanja frá Svíþjóð þegar hráefnið var alið á Krít, slátrað í Rúmeníu og unnið og hrært saman í Frakklandi? Gildir þá einu hvort um er að ræða hest, asna eða naut. Ég ætla að gera nokkur orð bandaríska blaðamannsins og mataráhugamannsins Michaels Pollan að mínum. Ekki borða matarlíki, veldu alvöru mat og forðastu verksmiðjuframleidd matvæli. Ekki borða neitt sem amma þín hefði ekki kannast við sem mat. Forðastu mat sem auglýstur er í sjónvarpi. Borðaðu aðeins mat sem rotnar. Sé þessu fylgt eru minni líkur á að hægt sé að svindla á þér og það sem meira er; maturinn er miklu betri og hollari.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun