Handbolti

Valskonur og Stjörnukonur unnu stóra sigra í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Stjarnan er áfram með eins stigs forskot á Val á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta eftir að liðinu unnu bæði stóra sigra í leikjum í 10. umferð deildarinnar í kvöld.

Stjörnukonur skoruðu 40 mörk og unnu 18 mara útisigur á Afturelding, 40-22. Stjarnan var 27-11 yfir í hálfleik. Hvorugt liðið hefur tapað deildarleik á tímabilinu en Valskonur hafa gert tvö jafntefli á móti aðeins einu hjá Garðabæjarliðinu.

Valskonur unnu sextán marka heimasigur á Fylki, 31-15, eftir að hafa verið 16-7 yfir í hálfleik. Valsliðið var án fyrirliðans Hrafnhildar Ósk Skúladóttur í leiknum í kvöld en það kom ekki að sök.



Valur - Fylkir 31-15 (16-7)

Mörk Vals: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 6, Karólína Bæhrenz Lárudóttir 5, Íris Ásta Pétursdóttir 5, Aðalheiður Hreinsdóttir 4, Kristín Guðmundsdóttir 3,  Marinela Ana Gherman 3, Morgan Marie Þorkelsdóttir 2, Bryndís Elín Halldórsdóttir 2, Guðrún Lilja Gunnarsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 4, Thea Imani Sturludóttir 3, Hildur Björnsdóttir 3, Patricia Szölösi 2, Auður Guðbjörg Pálsdóttir 1, Andrea Ósk Þorkelsdóttir 1, Vera Pálsdóttir 1.



Afturelding - Stjarnan 22-40 (11-27)

Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 8, Sara Kristjánsdóttir 6, Vigdís Brandsdóttir 3, Íris Sigurðardóttir 2, Telma Frímannsdóttir 2, Nóra Csakovics 1.

Mörk Stjörnunnar: Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9, Sólveig Lára Kjærnested 7, Helena Örvarsdóttir 5, Esther Viktoría Ragnarsdóttir    4, Sandra Sif Sigurjónsdóttir 4, Rakel Dögg Bragadóttir 4, Guðrún Ósk Kritjánsdóttir 3, Hilfur Harðardóttir 1, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 1, Þórhildur Gunnarsdóttir 1, Unndís Skúladóttir 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×