Hraðasta kona heims Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2013 10:30 Farartæki Jessi Combs er með 50.000 hestafla þotuhreyfil. Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent
Jessi Combs náði nú í vikunni mesta hraða sem nokkur kona hefur náð á fjórum hjólum. Það gerði hún á saltsléttu í Oregon fylki í Bandaríkjunum. Hraðinn sem hún náði var 709 km á klukkustund. Það er enginn venjulegur bíll sem nær þeim hraða, heldur er þetta farartæki nær því að teljast raketta, heitir F-104 Lockheed Starfighter, og er búið þotuhreyfli sem er 50.000 hestöfl. Það met sem Jessi fær skráð sem heimsmet er nokkru hægara, því miðað er við meðalhraða hennar fram og til baka á sléttunni, en sá hraði reyndist vera 632 km/klst. Það dugar reyndar til að slá met kvenna, sem staðið hafði allar götur síðan 1965. Jessi Combs hefur í huga að slá hraðamet beggja kynja og ná yfir 1.225 km hraða á þriggja hjóla bíl, ef svona raketturör er hægt að kalla bíla. Það ætlar hún að gera á næsta ári.Jessi Combs er metnaðarfull kona
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent