Eykon í hópi 50 umsækjenda um sérleyfi í lögsögu Noregs Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2013 13:18 Olíuvinnslupallur í lögsögu Noregs. Nú ætla Íslendingar að freista gæfunnar þar. Eykon Energy er í hópi fimmtíu olíufélaga sem sóttu um sérleyfi í nýjasta útboði á olíusvæðum Norðmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs en umsóknarfrestur rann út þann 11. september. Ráðamenn Eykons höfðu áður skýrt frá því að þeir áformuðu að sækja um þrjú svæði í útboðinu. Útboðið náði til svæða í Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi, alls um 103 þúsund ferkílómetra, sem skipt var upp í 377 blokkir. Stefnt er að því að sérleyfunum verði úthlutað í ársbyrjun 2014. Eykon er í félagsskap olíurisa eins og ExxonMobil, Statoil, Shell, Chevron, ConocoPhillips og Total en einnig eru mörg smærri félög í hópi umsækjenda, þeirra á meðal færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, lýsti á föstudag yfir mikilli ánægju með þennan fjölda umsókna, sem hann sagði endurspegla mikinn áhuga. Eykon sótti um í nafni félags sem skráð er í Noregi, Eykon Energy AS, en starfsemi þess stýrir Norðmaðurinn Terje Hagevang. Vegna umsóknarinnar hefur félagið komið á fót tólf manna starfsstöð í Osló. Helstu eigendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður félagsins, Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, Verkfræðistofan Mannvit og Terje Hagevang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar tengjast olíuleit í lögsögu annars ríkis. Árið 2006 var Geysir Petroleum aðili að sérleyfum, bæði í lögsögu Danmerkur og Bretlands. Geysir rann síðan inn í Sagex Petroleum, sem síðan rann inn í Valiant Petroleum, sem nú er hluti Ithaca Energy, en það félag er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu íslenska. Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Eykon Energy er í hópi fimmtíu olíufélaga sem sóttu um sérleyfi í nýjasta útboði á olíusvæðum Norðmanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu olíu- og orkumálaráðuneytis Noregs en umsóknarfrestur rann út þann 11. september. Ráðamenn Eykons höfðu áður skýrt frá því að þeir áformuðu að sækja um þrjú svæði í útboðinu. Útboðið náði til svæða í Norðursjó, Noregshafi og Barentshafi, alls um 103 þúsund ferkílómetra, sem skipt var upp í 377 blokkir. Stefnt er að því að sérleyfunum verði úthlutað í ársbyrjun 2014. Eykon er í félagsskap olíurisa eins og ExxonMobil, Statoil, Shell, Chevron, ConocoPhillips og Total en einnig eru mörg smærri félög í hópi umsækjenda, þeirra á meðal færeysku félögin Atlantic Petroleum og Faroe Petroleum. Ola Borten Moe, olíumálaráðherra Noregs, lýsti á föstudag yfir mikilli ánægju með þennan fjölda umsókna, sem hann sagði endurspegla mikinn áhuga. Eykon sótti um í nafni félags sem skráð er í Noregi, Eykon Energy AS, en starfsemi þess stýrir Norðmaðurinn Terje Hagevang. Vegna umsóknarinnar hefur félagið komið á fót tólf manna starfsstöð í Osló. Helstu eigendur Eykons eru Heiðar Már Guðjónsson, stjórnarformaður félagsins, Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri, Verkfræðistofan Mannvit og Terje Hagevang. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íslendingar tengjast olíuleit í lögsögu annars ríkis. Árið 2006 var Geysir Petroleum aðili að sérleyfum, bæði í lögsögu Danmerkur og Bretlands. Geysir rann síðan inn í Sagex Petroleum, sem síðan rann inn í Valiant Petroleum, sem nú er hluti Ithaca Energy, en það félag er handhafi sérleyfis á Drekasvæðinu íslenska.
Tengdar fréttir Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45 Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54 Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Terje Hagevang til liðs við olíuleit Íslendinga Helsti sérfræðingur Norðmanna um auðlindir Jan Mayen-svæðisins, jarðfræðingurinn og olíuforstjórinn Terje Hagevang, hefur ráðið sig til starfa fyrir íslenska félagið Eykon Energy. 11. júní 2013 18:45
Eykon sækir um leitarleyfi í Noregi Íslenskt fyrirtæki undirbýr olíuleit í Noregi. Olíufélagið Eykon hefur sett upp tólf manna starfsstöð í Osló. 19. ágúst 2013 18:54