Lífið

Heldur námskeið fyrir unglingsstúlkur

Ása Ottesen skrifar
Kristín Tómasdóttir er höfundur bókanna Stelpur frá A-Ö og Stelpur geta allt.
Kristín Tómasdóttir er höfundur bókanna Stelpur frá A-Ö og Stelpur geta allt. fréttablaðið/VILHELM
„Mér hefur alltaf þótt heillandi hvað samstarf og samstaða stelpna getur haft ótrúlega jákvæð áhrif á sjálfsmynd þeirra.

Ég hef bæði fundið þetta persónulega en einnig fannst mér skapast sérstakur kraftur í bókinni minni Stelpur geta allt, sem byggir einmitt á þessari samstöðu.

Ég hef fulla trú á því að slíkur kraftur myndist einnig á sjálfstyrkingarnámskeiðinu sem ég ætla að halda í september,“ segir Kristín Tómasdóttir rithöfundur, en hún hefur skrifað þrjár fræðslubækur fyrir unglingsstelpur undanfarin ár.

„Ég hef verið með fyrirlestra í félagsmiðstöðvum og skólum um sjálfsmynd stelpna og ég hef fundið fyrir áhuga á ítarlegri námskeiðum sem geta skilað markvissari árangri.“ Aðspurð segir hún áhugann mjög mikinn og sérstaklega hjá foreldrum og nánustu ættingjum stelpnanna.

„Foreldrar hafa oft áhyggjur af dætrum sínum, þeir vita hvað þær eru stórkostlegar en þær vita það ekki alltaf sjálfar.“ Kristín er að leggja lokahönd á nýja bók sem kemur út fyrir jólin. Hún fjallar einnig um sjálfsmyndina en nú í tengslum við annan markhóp. Hún hlakkar til að segja lesendum Fréttablaðsins betur frá því á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.