Stolni Malibu Tarantino úr Pulp Fiction fundinn Finnur Thorlacius skrifar 29. apríl 2013 16:19 John Travolta undir stýri á Malibu bílnum Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent
Fannst af lögreglunni fyrir tilviljun er hún leitaði að öðrum bíl. Skömmu eftir að tökum á myndinni Pulp Fiction lauk fyrir 19 árum var bílnum þeim sem John Travolta ók í myndinni, Chevrolet Malibu árgerð 1964, stolið. Eigandi bílsins var leikstjóri myndarinnar, Quentin Tarantino. Fátt hefur spurst af honum síðan, þangað til um daginn að lögreglan fann hann fyrir tilviljun við rannsókn á öðrum bíl sömu gerðar. Komið hafði í ljós að framleiðslunúmerum bílanna hafði verið skipt, sem er þekkt aðfeð bílaþjófa. Sá sem hafði stolna bílinn undir höndum hafði keypt hann grunlaus um þjófnaðinn og hann því alls ekki sekur í málinu. Því er ekki ljóst hvort Tarantino endurheimtir bílinn, að minnsta kosti er hann ekki kominn í hendur hans enn.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent