Lagarfljótsormurinn á Animal Planet Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. maí 2013 22:58 Jóhannes Sturlaugsson með "River Monster" úr Öxará í fanginu. Mynd / Garðar Lagarfljótsormurinn, Þingvallaurriðinn og Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur eru meðal efnis í lokaþætti af River Monsters á sjónvarpsstöðinni Animal Planet. Á vefsíðu Laxfiska kemur fram að efni lokaþáttarins þetta árið sem sýndur var í Bandaríkjunum í gær teygði sig til Íslands. Milljónir manna horfa á þessa þætti. "Þar kom Þingvallaurriðinn við sögu en rætt var við undirritaðann á bökkum Þingvallavatns samhliða því að unnið var að merkingu urriða með mælimerkjum. Í alþjóðaútgáfu þáttarins sem tekinn verður til sýninga í Evrópu og víðar síðar á árinu er hlutur Þingvallaheimsóknarinnar í þættinum enn meiri," segir í ábendingur frá Jóhannesi. Á vef Laxfiska ehf. laxfiskar.is, er nánar fjallað um þáttagerðina hérlendis: "Þáttaröðin “River Monsters” fjallar um fiskferlíki um víða veröld og veiðar líffræðingsins Jeremy Wade á þeim. Megin tilgangur Íslandsferðar Jeremy og samstarfsmanna hans frá Icon Films sem framleiða þættina var að mynda á slóðum Lagarfljótsormsins vegna lokaþáttar 5. þáttaraðarinnar þar sem aðalumfjöllunarefnið er ættingi hans Loch Ness skrímslið skoska. Jeremy Wade fyrir miðju í þurrbúningi og kvikmyndatökumennirnir frá Icon Film sem unnu með honum að gerð þáttarins ásamt Erlendi Geirdal og Jóhannesi Sturlaugssyni frá Laxfiskum Gengið á fund konungs Sögur af Þingvallaurriðanum konungi íslenskra ferskvatnsfiska og rannsóknum Laxfiska á honum bárust Jeremy og félögum til eyrna og þeim fannst því við hæfi á ganga á fund konungs í Íslandsförinni. Þannig æxlaðist það að fólk um víða veröld mun kynnast ísaldarurriðanum í Þingvallavatni og ægifegurð Þingvallavatns og nágrennis. Þar er komið inn á vitneskju frá rannsóknum þeim sem Jóhannes Sturlaugsson og rannsóknafyrirtæki hans Laxfiskar hafa staðið fyrir á Þingvallaurriðanum í yfir áratug. Jóhannes Sturlaugsson og Jeremy Wade Gríðarleg kynning á Íslandi Í ljósi þess hve sjónvarpsefni frá Animal Planet er vinsælt á veraldarvísu og þeirri staðreynd að River Monsters þættir skipa sér í efstu sætin yfir mesta áhorf þátta stöðvarinnar þá er hægt að átta sig á því hve víðtæk og mikil kynning á Íslandi felst í sýningu þáttarins. Til viðmiðunar þá horfðu 1,8 milljónir manna vestan hafs á upphafsþátt 5. þáttaraðarinnar í vor en síðan bætist við áhorf í Evrópu og víðar þegar þættirnir verða teknir til sýninga þar. Fiskisagan flýgur Konungur vor í stærsta náttúrulega vatni landsins Þingvallavatni var venju fremur vant við látinn þegar River Monsters fólkið kom til Íslands í lok júlí enda þá að mestu út á djúpmiðum vatnsins að eltast við murtu. Við merkingarveiðar fengust þó vænir hrygningarfiskar sem gáfu sýn á burði þessara fiska þó svo ekki væri fært á þessum árstíma að kalla til allra stærstu dólgana. Þingvallaurriðinn er goðsögn í lifanda lífi og nú deila Íslendingar þeim sögum um fiskinn stóra, ástir hans, hegðun og örlög með öðrum í heimsbyggðinni." Þannig endar þessi skemmtilega frásögn á laxfiskar.is. Eins og veiðimenn vita hefur Jóhannes um árabil rannsakað ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Á hverju hausti undanfarin ár hefur hann frætt gesti og gangandi um líf urriðans við Öxárá og í fræðslumiðstöð þjóðgarðsins. Stangveiði Mest lesið Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði
Lagarfljótsormurinn, Þingvallaurriðinn og Jóhannes Sturlaugsson fiskifræðingur eru meðal efnis í lokaþætti af River Monsters á sjónvarpsstöðinni Animal Planet. Á vefsíðu Laxfiska kemur fram að efni lokaþáttarins þetta árið sem sýndur var í Bandaríkjunum í gær teygði sig til Íslands. Milljónir manna horfa á þessa þætti. "Þar kom Þingvallaurriðinn við sögu en rætt var við undirritaðann á bökkum Þingvallavatns samhliða því að unnið var að merkingu urriða með mælimerkjum. Í alþjóðaútgáfu þáttarins sem tekinn verður til sýninga í Evrópu og víðar síðar á árinu er hlutur Þingvallaheimsóknarinnar í þættinum enn meiri," segir í ábendingur frá Jóhannesi. Á vef Laxfiska ehf. laxfiskar.is, er nánar fjallað um þáttagerðina hérlendis: "Þáttaröðin “River Monsters” fjallar um fiskferlíki um víða veröld og veiðar líffræðingsins Jeremy Wade á þeim. Megin tilgangur Íslandsferðar Jeremy og samstarfsmanna hans frá Icon Films sem framleiða þættina var að mynda á slóðum Lagarfljótsormsins vegna lokaþáttar 5. þáttaraðarinnar þar sem aðalumfjöllunarefnið er ættingi hans Loch Ness skrímslið skoska. Jeremy Wade fyrir miðju í þurrbúningi og kvikmyndatökumennirnir frá Icon Film sem unnu með honum að gerð þáttarins ásamt Erlendi Geirdal og Jóhannesi Sturlaugssyni frá Laxfiskum Gengið á fund konungs Sögur af Þingvallaurriðanum konungi íslenskra ferskvatnsfiska og rannsóknum Laxfiska á honum bárust Jeremy og félögum til eyrna og þeim fannst því við hæfi á ganga á fund konungs í Íslandsförinni. Þannig æxlaðist það að fólk um víða veröld mun kynnast ísaldarurriðanum í Þingvallavatni og ægifegurð Þingvallavatns og nágrennis. Þar er komið inn á vitneskju frá rannsóknum þeim sem Jóhannes Sturlaugsson og rannsóknafyrirtæki hans Laxfiskar hafa staðið fyrir á Þingvallaurriðanum í yfir áratug. Jóhannes Sturlaugsson og Jeremy Wade Gríðarleg kynning á Íslandi Í ljósi þess hve sjónvarpsefni frá Animal Planet er vinsælt á veraldarvísu og þeirri staðreynd að River Monsters þættir skipa sér í efstu sætin yfir mesta áhorf þátta stöðvarinnar þá er hægt að átta sig á því hve víðtæk og mikil kynning á Íslandi felst í sýningu þáttarins. Til viðmiðunar þá horfðu 1,8 milljónir manna vestan hafs á upphafsþátt 5. þáttaraðarinnar í vor en síðan bætist við áhorf í Evrópu og víðar þegar þættirnir verða teknir til sýninga þar. Fiskisagan flýgur Konungur vor í stærsta náttúrulega vatni landsins Þingvallavatni var venju fremur vant við látinn þegar River Monsters fólkið kom til Íslands í lok júlí enda þá að mestu út á djúpmiðum vatnsins að eltast við murtu. Við merkingarveiðar fengust þó vænir hrygningarfiskar sem gáfu sýn á burði þessara fiska þó svo ekki væri fært á þessum árstíma að kalla til allra stærstu dólgana. Þingvallaurriðinn er goðsögn í lifanda lífi og nú deila Íslendingar þeim sögum um fiskinn stóra, ástir hans, hegðun og örlög með öðrum í heimsbyggðinni." Þannig endar þessi skemmtilega frásögn á laxfiskar.is. Eins og veiðimenn vita hefur Jóhannes um árabil rannsakað ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Á hverju hausti undanfarin ár hefur hann frætt gesti og gangandi um líf urriðans við Öxárá og í fræðslumiðstöð þjóðgarðsins.
Stangveiði Mest lesið Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Minnivallalækur vaknaður á þessu vori Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Hraunsfjörður að vakna til lífsins Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði