Að bíða í ofnæmi Teitur Guðmundsson skrifar 28. maí 2013 07:00 Ég heyrði þennan frasa og stafarugl fyrst hjá vini mínum fyrir mörgum árum og er ákveðin kímni í honum, en þegar maður horfir til ofnæmis og þeirra einkenna sem einstaklingar glíma við er manni enginn hlátur í huga. Það að vera með ofnæmi, hvaða tegund sem það kann að vera, getur verið allt frá því að finna til minniháttar óþæginda við ákveðnar kringumstæður yfir í að glíma við lífshættulegan sjúkdóm. Þegar við erum að ræða þessi atriði er ágætt að skilgreina á milli þess sem í daglegu tali kallast ofnæmi, eða á ensku allergy, og þess sem mætti kalla ofurnæmi eða hypersensitivity. Munurinn hér á milli er mikilvægur því ofurnæmi svokallað er flokkað í fjóra hópa, en ofnæmi tilheyrir þeim fyrsta. Undir hina flokkana falla ýmsir ónæmissjúkdómar eins og til dæmis liðagigt, skjaldkirtilssjúkdómar, taugasjúkdómar, húðsjúkdómar og þannig mætti lengi telja. Þessu liggja til grundvallar mismunandi viðbrögð, svörun og framleiðsla á mótefnum í ónæmiskerfinu. Flókið samspil margra þátta sem við meðal annars nýtum okkur við meðhöndlun sjúkdóma og í fyrirbyggjandi hætti eins og við bólusetningar. Bólguviðbragð og útbrot Ofnæmi byggir á því að ónæmiskerfi okkar bregst harkalega við áreiti sem er alla jafna meinlaust, eins og til dæmis frjókorn eða dýrahár. Þegar þessir svokölluðu ofnæmisvakar hitta fyrir einstakling sem er með ofnæmi ræsa þeir hratt upp sjálfkrafa minnisviðbragð í ákveðnum frumum í líkama viðkomandi sem losar úr læðingi efni sem kallast histamín auk annarra efna. Þessi losun hefur í för með sér bólguviðbragð sem getur verið staðbundið í slímhúð í augum, nefi og lungum, sem eru algengustu staðirnir, en einnig er mögulegt að slíkt geti dreift sér um allan líkamann eins og t.d. við útbrot. Í svokölluðu bráðaofnæmi verður algert yfirskot af boðefnum sem valda lífshættulegum einkennum sem verður að bregðast við með hraði því viðkomandi getur látist fái hann ekki rétta meðferð. Margvíslegir aðrir þættir geta valdið ofnæmi og keimlíkum einkennum eins og lýst er hér að ofan. Þar má nefna matartegundir eins og hnetur, fræ, egg, mjólk, fisk, kjöt, ávexti, grænmeti og margt fleira. Þá er vel þekkt að ryk, rykmaurar, sveppagró og ýmsir umhverfisþættir geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Algengustu orsakirnar fyrir ofnæmi byggja þó líklega á frjókornum og dýrahárum. Margir möguleikar Greining á ofnæmi getur verið bæði einföld og flókin, þarna skilur dálítið á milli tegunda þeirra ofnæmisvaka sem valda einkennum einstaklinga. Í þessu skyni getur verið tiltölulega einfalt að greina frjókornaofnæmi þar sem einkenni eru ítrekuð, afmörkuð við ákveðinn árstíma og yfirleitt keimlík á milli einstaklinga þannig að oftast er þetta svokölluð ?klínísk? greining, sem þýðir að viðkomandi er ekki settur í nein sértæk próf eða rannsóknir. Hins vegar getur verið býsna flókið að finna orsakir sem eru ekki eins augljósar, og getur þurft yfirlegu yfir slíku og fleiri en eitt próf til þess að staðfesta greininguna. Þekkt er að húðpróf eru talin næmari en blóðrannsóknir, en mikil þróun hefur átt sér stað á þessu sviði undanfarin ár. Gott er að vita hvaða ofnæmisvalda er við að glíma því þannig er hægt að forðast þá eða draga úr einkennum markvisst og bæta líðan. Í flestum tilvikum er um að ræða einkenni sem hægt er með góðu móti að meðhöndla, fyrirbyggja og þannig koma í veg fyrir að ræsingin verði jafn sterk og raun ber vitni. Þar eru einfaldari ofnæmislyf auðvitað til í mörgum gerðum og yfirleitt fáanleg án lyfseðils í öllum apótekum í formi taflna, mixtúru, augndropa eða nefúða. Þegar við aftur á móti eigum við alvarlegri form getur verið nauðsynlegt að nota ónæmisbælandi meðferðir eins og steralyf, púst, adrenalín og sértæk lyf. Í dag er einnig notast við svokallaða afnæmingarmeðferð, sem getur verið lífsbjargandi, t.d. vegna býflugna- eða geitungaofnæmis. Í slíkri meðferð, sem tekur að jafnaði mörg ár, er verið að gefa ofnæmisvaldinn í litlum skömmtum og venja líkamann við áreitið í þeim tilgangi að hann venjist eða bregðist ekki eins harkalega við. Möguleikarnir eru því býsna margir og þarf jafnan eilitla þolinmæði þegar kemur að greiningu og meðferð, en mottóið hlýtur að vera; Ekki bíða í ofnæmi! Láttu skoða þig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Ég heyrði þennan frasa og stafarugl fyrst hjá vini mínum fyrir mörgum árum og er ákveðin kímni í honum, en þegar maður horfir til ofnæmis og þeirra einkenna sem einstaklingar glíma við er manni enginn hlátur í huga. Það að vera með ofnæmi, hvaða tegund sem það kann að vera, getur verið allt frá því að finna til minniháttar óþæginda við ákveðnar kringumstæður yfir í að glíma við lífshættulegan sjúkdóm. Þegar við erum að ræða þessi atriði er ágætt að skilgreina á milli þess sem í daglegu tali kallast ofnæmi, eða á ensku allergy, og þess sem mætti kalla ofurnæmi eða hypersensitivity. Munurinn hér á milli er mikilvægur því ofurnæmi svokallað er flokkað í fjóra hópa, en ofnæmi tilheyrir þeim fyrsta. Undir hina flokkana falla ýmsir ónæmissjúkdómar eins og til dæmis liðagigt, skjaldkirtilssjúkdómar, taugasjúkdómar, húðsjúkdómar og þannig mætti lengi telja. Þessu liggja til grundvallar mismunandi viðbrögð, svörun og framleiðsla á mótefnum í ónæmiskerfinu. Flókið samspil margra þátta sem við meðal annars nýtum okkur við meðhöndlun sjúkdóma og í fyrirbyggjandi hætti eins og við bólusetningar. Bólguviðbragð og útbrot Ofnæmi byggir á því að ónæmiskerfi okkar bregst harkalega við áreiti sem er alla jafna meinlaust, eins og til dæmis frjókorn eða dýrahár. Þegar þessir svokölluðu ofnæmisvakar hitta fyrir einstakling sem er með ofnæmi ræsa þeir hratt upp sjálfkrafa minnisviðbragð í ákveðnum frumum í líkama viðkomandi sem losar úr læðingi efni sem kallast histamín auk annarra efna. Þessi losun hefur í för með sér bólguviðbragð sem getur verið staðbundið í slímhúð í augum, nefi og lungum, sem eru algengustu staðirnir, en einnig er mögulegt að slíkt geti dreift sér um allan líkamann eins og t.d. við útbrot. Í svokölluðu bráðaofnæmi verður algert yfirskot af boðefnum sem valda lífshættulegum einkennum sem verður að bregðast við með hraði því viðkomandi getur látist fái hann ekki rétta meðferð. Margvíslegir aðrir þættir geta valdið ofnæmi og keimlíkum einkennum eins og lýst er hér að ofan. Þar má nefna matartegundir eins og hnetur, fræ, egg, mjólk, fisk, kjöt, ávexti, grænmeti og margt fleira. Þá er vel þekkt að ryk, rykmaurar, sveppagró og ýmsir umhverfisþættir geta valdið ofnæmisviðbrögðum. Algengustu orsakirnar fyrir ofnæmi byggja þó líklega á frjókornum og dýrahárum. Margir möguleikar Greining á ofnæmi getur verið bæði einföld og flókin, þarna skilur dálítið á milli tegunda þeirra ofnæmisvaka sem valda einkennum einstaklinga. Í þessu skyni getur verið tiltölulega einfalt að greina frjókornaofnæmi þar sem einkenni eru ítrekuð, afmörkuð við ákveðinn árstíma og yfirleitt keimlík á milli einstaklinga þannig að oftast er þetta svokölluð ?klínísk? greining, sem þýðir að viðkomandi er ekki settur í nein sértæk próf eða rannsóknir. Hins vegar getur verið býsna flókið að finna orsakir sem eru ekki eins augljósar, og getur þurft yfirlegu yfir slíku og fleiri en eitt próf til þess að staðfesta greininguna. Þekkt er að húðpróf eru talin næmari en blóðrannsóknir, en mikil þróun hefur átt sér stað á þessu sviði undanfarin ár. Gott er að vita hvaða ofnæmisvalda er við að glíma því þannig er hægt að forðast þá eða draga úr einkennum markvisst og bæta líðan. Í flestum tilvikum er um að ræða einkenni sem hægt er með góðu móti að meðhöndla, fyrirbyggja og þannig koma í veg fyrir að ræsingin verði jafn sterk og raun ber vitni. Þar eru einfaldari ofnæmislyf auðvitað til í mörgum gerðum og yfirleitt fáanleg án lyfseðils í öllum apótekum í formi taflna, mixtúru, augndropa eða nefúða. Þegar við aftur á móti eigum við alvarlegri form getur verið nauðsynlegt að nota ónæmisbælandi meðferðir eins og steralyf, púst, adrenalín og sértæk lyf. Í dag er einnig notast við svokallaða afnæmingarmeðferð, sem getur verið lífsbjargandi, t.d. vegna býflugna- eða geitungaofnæmis. Í slíkri meðferð, sem tekur að jafnaði mörg ár, er verið að gefa ofnæmisvaldinn í litlum skömmtum og venja líkamann við áreitið í þeim tilgangi að hann venjist eða bregðist ekki eins harkalega við. Möguleikarnir eru því býsna margir og þarf jafnan eilitla þolinmæði þegar kemur að greiningu og meðferð, en mottóið hlýtur að vera; Ekki bíða í ofnæmi! Láttu skoða þig.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun