Lýður kannast ekki við varnaðarorð Deloitte Stígur Helgason skrifar 6. maí 2013 10:54 Lýður Guðmundsson ásamt verjanda sínum, Gesti Jónssyni fyrir rétti í morgun. Mynd/ Stefán. Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. Þetta stangast á við framburð Hilmars og Þorvarðar Gunnarssonar, forstjóra Deloitte, við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá Logos, hafa báðir lokið við að gefa skýrslu fyrir dómi í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir brot á hlutafélagalögum við hlutafjáraukninguna í desember 2008. Lýður er ákærður fyrir að brjóta vísvitandi gegn hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu í því skyni að tryggja sér og bróður sínum Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir félaginu þegar Nýja Kaupþing áformaði að leysa til sín hlut þeirra. Lýður neitar því alfarið að hafa brotið lög vísvitandi. „Ég tel okkur hafa greitt sannvirði fyrir hlutinn," sagði hann í morgun, og bar fyrir sig mat bæði frá Deloitte og Fjármálaeftirlitinu, sem hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn. Kveðið er á um það í 16. grein hlutafélagalaga að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hlut í félagi. Samkvæmt því hefði átt að greiða 50 milljarða fyrir hlutafjáraukninguna. Sem áður segir var hins vegar aðeins einn milljarður greiddur, tvö prósent af virðinu, og sá milljarður var auk þess fenginn að láni frá Lýsingu, sem var að öllu leyti í eigu Existu. Lýður sagði þó að tryggingar hefðu komið á móti því láni. Í öðrum lið ákærunnar er Lýður ákærður, ásamt Bjarnfreði, fyrir að skýra rangt og villandi frá hlutafjárhækkuninni með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Í ákærunni er Bjarnfreður sagður hafa sent tilkynninguna að undirlagi Lýðs. Lýður segir hins vegar að þáttur hans í að útbúa og senda tilkynninguna hafi verið „nákvæmlega enginn". Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Nýja Kaupþings, var fyrstur í vitnastúku í morgun. Vísir mun flytja frekari fréttir af réttarhöldunum í dag. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Lýður Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Existu, kannast ekki við það að endurskoðandi félagsins hjá Deloitte hafi tjáð honum að 50 milljarða hlutafjáraukning Existu stæðist ekki lög og Deloitte gæti aldrei skrifað upp á hana. Hann sagðist fyrir dómi fyrr í morgun ekki muna til þess að það hafi komið fram í símtali hans og endurskoðandans Hilmars Alfreðssonar. Þetta stangast á við framburð Hilmars og Þorvarðar Gunnarssonar, forstjóra Deloitte, við skýrslutökur hjá sérstökum saksóknara. Lýður og Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður hjá Logos, hafa báðir lokið við að gefa skýrslu fyrir dómi í máli sérstaks saksóknara á hendur þeim fyrir brot á hlutafélagalögum við hlutafjáraukninguna í desember 2008. Lýður er ákærður fyrir að brjóta vísvitandi gegn hlutafélagalögum með því að greiða einungis einn milljarð fyrir 50 milljarða hlutafjáraukningu í Existu í því skyni að tryggja sér og bróður sínum Ágústi áframhaldandi yfirráð yfir félaginu þegar Nýja Kaupþing áformaði að leysa til sín hlut þeirra. Lýður neitar því alfarið að hafa brotið lög vísvitandi. „Ég tel okkur hafa greitt sannvirði fyrir hlutinn," sagði hann í morgun, og bar fyrir sig mat bæði frá Deloitte og Fjármálaeftirlitinu, sem hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn. Kveðið er á um það í 16. grein hlutafélagalaga að ekki megi greiða minna en nafnverð fyrir hlut í félagi. Samkvæmt því hefði átt að greiða 50 milljarða fyrir hlutafjáraukninguna. Sem áður segir var hins vegar aðeins einn milljarður greiddur, tvö prósent af virðinu, og sá milljarður var auk þess fenginn að láni frá Lýsingu, sem var að öllu leyti í eigu Existu. Lýður sagði þó að tryggingar hefðu komið á móti því láni. Í öðrum lið ákærunnar er Lýður ákærður, ásamt Bjarnfreði, fyrir að skýra rangt og villandi frá hlutafjárhækkuninni með tilkynningu til Fyrirtækjaskrár. Í ákærunni er Bjarnfreður sagður hafa sent tilkynninguna að undirlagi Lýðs. Lýður segir hins vegar að þáttur hans í að útbúa og senda tilkynninguna hafi verið „nákvæmlega enginn". Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Nýja Kaupþings, var fyrstur í vitnastúku í morgun. Vísir mun flytja frekari fréttir af réttarhöldunum í dag.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira