Ford Focus söluhæsti bíll heims Finnur Thoracius skrifar 10. apríl 2013 08:45 Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Ford F-150 pallbíllinn var þriðji söluhæstur og Ford Fiesta sjötti. Ekki nóg með það að Ford Focus hafi selst allra bíla best í heiminum öllum í fyrra, þá á Ford 3 bíla á topp tíu listanum. Ford Focus seldist í 1.020.410 eintökum en pallbíllinn Ford F-150 seldist í 785.630 eintökum og var þriðji söluhæsti bíll heims. Ford Fiesta seldist í 723.130 eintökum og náði með því sjötta sætinu. Salan á söluhæsta bílnum, Ford Focus gekk gríðarvel í Kína og fór up um 51% á milli ára og var salan þar fjórðungur allra Focus bíla sem seldust í heiminum í fyrra. Aukningin var einnig mikil í Bandaríkjunum og fór salan upp um 40% þar. Ford F-150 pallbíllinn hefur verið söluhæsti pallbíll Bandaríkjanna samfellt í 36 ár.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent