Hvaða tilgangi þjónar það? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 10. apríl 2013 07:00 Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða tilgangi þjónar það?" spurði Reinhard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, þegar blaðakona Fréttablaðsins vildi spyrja hann álits á viðtali Kastljóss Ríkissjónvarpsins við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur. Guðnýju Jónu var nauðgað á Húsavík fyrir fjórtán árum. Vitni var að glæpnum og gerandinn játaði hann í fyrstu fyrir lögreglu, en dró játninguna til baka fyrir dómi. Sektardóm fékk hann engu að síður. Guðný Jóna lýsti því í viðtalinu hvernig henni varð ekki vært í bænum eftir að hún kærði nauðgunina. Sumir hættu að horfa í augun á henni og heilsa henni, aðrir atyrtu hana og neituðu að trúa henni. Sumir, þar með talinn sóknarpresturinn, reyndu að fá hana til að hætta við að kæra kynferðisglæpinn. Um þverbak keyrði þegar 113 manns skrifuðu undir opinbera yfirlýsingu til stuðnings nauðgaranum eftir að hann hlaut dóm. Hvaða tilgangi þjónar það? spyr bæjarstjórinn fyrrverandi. „Það er ekki til neins að velta þessu upp," segir Sighvatur Karlsson sóknarprestur, spurður um sinn hlut í málinu. Tilgangurinn er þó alveg augljós. Guðný Jóna sýnir mikinn kjark með því að ræða þetta mál jafnyfirvegað og opinskátt og raun ber vitni. Frásögn hennar, og umfjöllun fjölmiðla, ætti að stuðla að því að fyrirbyggja sams konar viðbrögð, hvort heldur er í smáum samfélögum eða stórum, þegar grunur vaknar um kynferðisbrot – eða þau eru framin í vitna viðurvist eins og átti við í hennar máli. Guðný sagði að líkast til hefði hún, 17 ára gömul, ekki ákveðið að kæra glæpinn hefði hún getað séð viðbrögð samfélagsins fyrir. Opinská umfjöllun um mál af þessu tagi eykur vonandi líkurnar á að fórnarlömb kynferðisbrota hiki ekki við að segja frá þeim og leita réttlætis. Viðbrögðin við nauðgunarkærunni á Húsavík árið 1999 eru ekkert einsdæmi á Íslandi, þótt það sé sjaldgæft að fordómarnir í garð þolenda kynferðisbrota séu opinberlega skjalfestir eins og þar. Jafnvel velmeinandi fólk virðist geta farið algjörlega út af sporinu í einhvers konar viðleitni til að varðveita frið og samheldni í litlu samfélagi, eins og sóknarpresturinn á Húsavík viðurkennir hálfpartinn í Fréttablaðinu í gær að hafa gert. En það bætir sjaldnast samfélag að þagga niður glæpi og misgjörðir. Séra Sighvatur segist biðjast auðmjúkur afsökunar „hafi ég sært einhvern". Það er gott hjá honum að biðjast afsökunar en hefði verið hreinlegra að viðurkenna bara mistökin. Guðný Jóna sagði frá því að sumir þeirra sem skrifuðu upp á yfirlýsinguna dæmalausu hefðu síðan haft samband við hana og beðizt fyrirgefningar. Hún hefði fyrirgefið þeim öllum. Nú virðist blasa við að allir Húsvíkingarnir 113, sem lögðu nafn sitt við einelti í garð þolanda alvarlegs glæps – alltént þeir sem enn eru á meðal okkar – skrifi upp á nýja yfirlýsingu, þar sem Guðný Jóna er beðin fyrirgefningar. Það myndi stuðla að því að græða sárin í samfélaginu og segja skýrt við þolendur kynferðisbrota: Ekki vera hrædd við að segja frá. Þá væri tilganginum náð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Af hverju eru fjölmiðlar að varpa ljósi á þetta erfiða mál núna og hvaða tilgangi þjónar það?" spurði Reinhard Reinhardsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Húsavík, þegar blaðakona Fréttablaðsins vildi spyrja hann álits á viðtali Kastljóss Ríkissjónvarpsins við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur. Guðnýju Jónu var nauðgað á Húsavík fyrir fjórtán árum. Vitni var að glæpnum og gerandinn játaði hann í fyrstu fyrir lögreglu, en dró játninguna til baka fyrir dómi. Sektardóm fékk hann engu að síður. Guðný Jóna lýsti því í viðtalinu hvernig henni varð ekki vært í bænum eftir að hún kærði nauðgunina. Sumir hættu að horfa í augun á henni og heilsa henni, aðrir atyrtu hana og neituðu að trúa henni. Sumir, þar með talinn sóknarpresturinn, reyndu að fá hana til að hætta við að kæra kynferðisglæpinn. Um þverbak keyrði þegar 113 manns skrifuðu undir opinbera yfirlýsingu til stuðnings nauðgaranum eftir að hann hlaut dóm. Hvaða tilgangi þjónar það? spyr bæjarstjórinn fyrrverandi. „Það er ekki til neins að velta þessu upp," segir Sighvatur Karlsson sóknarprestur, spurður um sinn hlut í málinu. Tilgangurinn er þó alveg augljós. Guðný Jóna sýnir mikinn kjark með því að ræða þetta mál jafnyfirvegað og opinskátt og raun ber vitni. Frásögn hennar, og umfjöllun fjölmiðla, ætti að stuðla að því að fyrirbyggja sams konar viðbrögð, hvort heldur er í smáum samfélögum eða stórum, þegar grunur vaknar um kynferðisbrot – eða þau eru framin í vitna viðurvist eins og átti við í hennar máli. Guðný sagði að líkast til hefði hún, 17 ára gömul, ekki ákveðið að kæra glæpinn hefði hún getað séð viðbrögð samfélagsins fyrir. Opinská umfjöllun um mál af þessu tagi eykur vonandi líkurnar á að fórnarlömb kynferðisbrota hiki ekki við að segja frá þeim og leita réttlætis. Viðbrögðin við nauðgunarkærunni á Húsavík árið 1999 eru ekkert einsdæmi á Íslandi, þótt það sé sjaldgæft að fordómarnir í garð þolenda kynferðisbrota séu opinberlega skjalfestir eins og þar. Jafnvel velmeinandi fólk virðist geta farið algjörlega út af sporinu í einhvers konar viðleitni til að varðveita frið og samheldni í litlu samfélagi, eins og sóknarpresturinn á Húsavík viðurkennir hálfpartinn í Fréttablaðinu í gær að hafa gert. En það bætir sjaldnast samfélag að þagga niður glæpi og misgjörðir. Séra Sighvatur segist biðjast auðmjúkur afsökunar „hafi ég sært einhvern". Það er gott hjá honum að biðjast afsökunar en hefði verið hreinlegra að viðurkenna bara mistökin. Guðný Jóna sagði frá því að sumir þeirra sem skrifuðu upp á yfirlýsinguna dæmalausu hefðu síðan haft samband við hana og beðizt fyrirgefningar. Hún hefði fyrirgefið þeim öllum. Nú virðist blasa við að allir Húsvíkingarnir 113, sem lögðu nafn sitt við einelti í garð þolanda alvarlegs glæps – alltént þeir sem enn eru á meðal okkar – skrifi upp á nýja yfirlýsingu, þar sem Guðný Jóna er beðin fyrirgefningar. Það myndi stuðla að því að græða sárin í samfélaginu og segja skýrt við þolendur kynferðisbrota: Ekki vera hrædd við að segja frá. Þá væri tilganginum náð.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun