15 ára og raka af sér hárið í góðgerðaviku Álfrún Pálsdóttir skrifar 10. apríl 2013 12:00 Vinkonurnar Elísabet Huld Þorbergsdóttir og Elín María Árnadóttir láta raka af sér hárið fyrir framan alla í skólanum á góðgerðadegi skólans 17. apríl næstkomandi. Fréttablaðið/Stefán „Við vorum fyrst að grínast með þetta en svo fannst okkur þetta bara svo frábær hugmynd,“ segir Elísabet Huld Þorbergsdóttir, nemi í Hagaskóla, sem ásamt vinkonu sinni, Elínu Maríu Árnadóttur ætlar að raka af sér hárið á góðgerðadegi skólans. Góðgerðadagur Hagaskóla er árlegur en í ár eru það Amnesty International og hópurinn Ungir aðstandendur hjá Ljósinu, stuðningshópur fyrir börn og unglinga sem eiga foreldra sem hafa greinst með krabbamein, sem njóta góðs af því sem safnast. Ljósið stendur einmitt þeim vinkonunum nærri en Elísabet missti föður sinn fyrir einu og hálfu ári og þekkir því vel til starfssemi Ljóssins. „Við bróðir minn fengum mikla hjálp og stuðning þaðan þegar pabbi dó. Það var þess vegna sem mig langaði að gera eitthvað alveg sérstakt þessa þemavikuna til að safna sem mestum peningum,“ segir Elísabet og bætir við að hún geti hugsað sér að gefa hárið sem fær að fjúka til hárkollugerðar í framhaldinu. Elísabet og Elín María ætla að gera athöfn úr því þegar þær raka af sér hárið en það fær að fjúka uppi á sviði fyrir framan alla í skólanum á góðgerðadeginum, þann 17. apríl næstkomandi. Móðir vinkonu þeirra er hárgreiðslukona og ætlar að munda rakvélina. „Ég hef verið með sítt hár síðan ég man eftir mér en það er svo gott að gera góðverk að okkur líður bara vel með þessa ákvörðun. Ég á samt alveg eins von á því að við förum að hágráta þarna upp á sviði fyrir framan allan skólann á meðan á rakstrinum stendur en við verðum að harka af okkur.“ Elísabet og Elín María hvetja sem flesta til að leggja málefninu lið og fyrir áhugasama er reikningsnúmer: 0137-05-060713 og kennitala: 210597-2399. Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira
„Við vorum fyrst að grínast með þetta en svo fannst okkur þetta bara svo frábær hugmynd,“ segir Elísabet Huld Þorbergsdóttir, nemi í Hagaskóla, sem ásamt vinkonu sinni, Elínu Maríu Árnadóttur ætlar að raka af sér hárið á góðgerðadegi skólans. Góðgerðadagur Hagaskóla er árlegur en í ár eru það Amnesty International og hópurinn Ungir aðstandendur hjá Ljósinu, stuðningshópur fyrir börn og unglinga sem eiga foreldra sem hafa greinst með krabbamein, sem njóta góðs af því sem safnast. Ljósið stendur einmitt þeim vinkonunum nærri en Elísabet missti föður sinn fyrir einu og hálfu ári og þekkir því vel til starfssemi Ljóssins. „Við bróðir minn fengum mikla hjálp og stuðning þaðan þegar pabbi dó. Það var þess vegna sem mig langaði að gera eitthvað alveg sérstakt þessa þemavikuna til að safna sem mestum peningum,“ segir Elísabet og bætir við að hún geti hugsað sér að gefa hárið sem fær að fjúka til hárkollugerðar í framhaldinu. Elísabet og Elín María ætla að gera athöfn úr því þegar þær raka af sér hárið en það fær að fjúka uppi á sviði fyrir framan alla í skólanum á góðgerðadeginum, þann 17. apríl næstkomandi. Móðir vinkonu þeirra er hárgreiðslukona og ætlar að munda rakvélina. „Ég hef verið með sítt hár síðan ég man eftir mér en það er svo gott að gera góðverk að okkur líður bara vel með þessa ákvörðun. Ég á samt alveg eins von á því að við förum að hágráta þarna upp á sviði fyrir framan allan skólann á meðan á rakstrinum stendur en við verðum að harka af okkur.“ Elísabet og Elín María hvetja sem flesta til að leggja málefninu lið og fyrir áhugasama er reikningsnúmer: 0137-05-060713 og kennitala: 210597-2399.
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Sjá meira