15 ára og raka af sér hárið í góðgerðaviku Álfrún Pálsdóttir skrifar 10. apríl 2013 12:00 Vinkonurnar Elísabet Huld Þorbergsdóttir og Elín María Árnadóttir láta raka af sér hárið fyrir framan alla í skólanum á góðgerðadegi skólans 17. apríl næstkomandi. Fréttablaðið/Stefán „Við vorum fyrst að grínast með þetta en svo fannst okkur þetta bara svo frábær hugmynd,“ segir Elísabet Huld Þorbergsdóttir, nemi í Hagaskóla, sem ásamt vinkonu sinni, Elínu Maríu Árnadóttur ætlar að raka af sér hárið á góðgerðadegi skólans. Góðgerðadagur Hagaskóla er árlegur en í ár eru það Amnesty International og hópurinn Ungir aðstandendur hjá Ljósinu, stuðningshópur fyrir börn og unglinga sem eiga foreldra sem hafa greinst með krabbamein, sem njóta góðs af því sem safnast. Ljósið stendur einmitt þeim vinkonunum nærri en Elísabet missti föður sinn fyrir einu og hálfu ári og þekkir því vel til starfssemi Ljóssins. „Við bróðir minn fengum mikla hjálp og stuðning þaðan þegar pabbi dó. Það var þess vegna sem mig langaði að gera eitthvað alveg sérstakt þessa þemavikuna til að safna sem mestum peningum,“ segir Elísabet og bætir við að hún geti hugsað sér að gefa hárið sem fær að fjúka til hárkollugerðar í framhaldinu. Elísabet og Elín María ætla að gera athöfn úr því þegar þær raka af sér hárið en það fær að fjúka uppi á sviði fyrir framan alla í skólanum á góðgerðadeginum, þann 17. apríl næstkomandi. Móðir vinkonu þeirra er hárgreiðslukona og ætlar að munda rakvélina. „Ég hef verið með sítt hár síðan ég man eftir mér en það er svo gott að gera góðverk að okkur líður bara vel með þessa ákvörðun. Ég á samt alveg eins von á því að við förum að hágráta þarna upp á sviði fyrir framan allan skólann á meðan á rakstrinum stendur en við verðum að harka af okkur.“ Elísabet og Elín María hvetja sem flesta til að leggja málefninu lið og fyrir áhugasama er reikningsnúmer: 0137-05-060713 og kennitala: 210597-2399. Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira
„Við vorum fyrst að grínast með þetta en svo fannst okkur þetta bara svo frábær hugmynd,“ segir Elísabet Huld Þorbergsdóttir, nemi í Hagaskóla, sem ásamt vinkonu sinni, Elínu Maríu Árnadóttur ætlar að raka af sér hárið á góðgerðadegi skólans. Góðgerðadagur Hagaskóla er árlegur en í ár eru það Amnesty International og hópurinn Ungir aðstandendur hjá Ljósinu, stuðningshópur fyrir börn og unglinga sem eiga foreldra sem hafa greinst með krabbamein, sem njóta góðs af því sem safnast. Ljósið stendur einmitt þeim vinkonunum nærri en Elísabet missti föður sinn fyrir einu og hálfu ári og þekkir því vel til starfssemi Ljóssins. „Við bróðir minn fengum mikla hjálp og stuðning þaðan þegar pabbi dó. Það var þess vegna sem mig langaði að gera eitthvað alveg sérstakt þessa þemavikuna til að safna sem mestum peningum,“ segir Elísabet og bætir við að hún geti hugsað sér að gefa hárið sem fær að fjúka til hárkollugerðar í framhaldinu. Elísabet og Elín María ætla að gera athöfn úr því þegar þær raka af sér hárið en það fær að fjúka uppi á sviði fyrir framan alla í skólanum á góðgerðadeginum, þann 17. apríl næstkomandi. Móðir vinkonu þeirra er hárgreiðslukona og ætlar að munda rakvélina. „Ég hef verið með sítt hár síðan ég man eftir mér en það er svo gott að gera góðverk að okkur líður bara vel með þessa ákvörðun. Ég á samt alveg eins von á því að við förum að hágráta þarna upp á sviði fyrir framan allan skólann á meðan á rakstrinum stendur en við verðum að harka af okkur.“ Elísabet og Elín María hvetja sem flesta til að leggja málefninu lið og fyrir áhugasama er reikningsnúmer: 0137-05-060713 og kennitala: 210597-2399.
Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Fleiri fréttir Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Sjá meira