Sáttin um sjávarútveginn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 11. júlí 2013 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók rétta ákvörðun þegar hann ákvað að staðfesta lögin um lækkun veiðigjaldsins. Hann hefði reyndar getað sparað sér krúsidúllurnar í rökstuðningnum og bara sagt sem svo að forseti ætti ekki að grípa fram fyrir hendurnar á réttkjörnu Alþingi. Forsetinn er líka á réttu róli þegar hann hvetur í yfirlýsingu sinni til þess að Alþingi og ríkisstjórn kappkosti að „ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar“. Hann bendir réttilega á að sá fjöldi undirskrifta, sem safnaðist á skömmum tíma vegna laganna um lækkun veiðigjaldsins sýnir að „almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum“. Viðbrögð forsvarsmanna stjórnarliðsins í Fréttablaðinu í gær benda til að þeir átti sig á þessu líka. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að í ljósi undirskriftasöfnunarinnar muni ríkisstjórnin leggja enn meira á sig til að ná fram víðtækari sátt í samfélaginu um stjórn fiskveiða. Ráðherrann segir að til þessa hafi fyrst og fremst verið unnið að sátt við hagsmunaaðila í sjávarútvegi, en nú þurfi að taka umræðuna við byggðarlög landsins og ná til sem flestra. „Hluti af því er ekki síst að auka skilning í samfélaginu á því hvernig sjávarútvegurinn virkar og ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná fram víðtækari sátt,“ segir Sigurður Ingi. Vonandi fylgir hugur máli hjá ríkisstjórninni. Hún þarf að leggja sig fram í þessari vinnu. En hún er raunar líklegri en síðasta ríkisstjórn til að skapa sátt um sjávarútveginn. Stjórnarflokkarnir hafa verið útmálaðir sem stjórnmálaarmur LÍÚ, en þegar betur er að gáð hafa þeir ekki hróflað við grundvallaratriðunum í þeirri nýju skipan sem komst á í tíð fyrri stjórnar. Eins og forsetinn bendir á í yfirlýsingu sinni, verður áfram innheimt bæði almennt og sérstakt veiðigjald, samtals um tíu milljarðar króna. Sömuleiðis eru stjórnarflokkarnir inni á því að gera eigi tímabundna samninga við útgerðina um nýtingarrétt hennar á auðlindinni, en ekki úthluta þeim réttindum varanlega. Það eru ekki mörg ár síðan að engum hefði dottið í hug að pólitísk samstaða gæti í raun náðst um þessi grundvallaratriði. Það hefur verið komið mjög rækilega til móts við það réttlætissjónarmið að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar og eigi að fá gjald fyrir afnotin af henni. Þáttur í víðtækri sátt um sjávarútveginn er líka að aðrar atvinnugreinar sem nýta takmörkuð gæði í eigu almennings, eins og til dæmis orkuvinnsla, geri sambærilega nýtingarsamninga og greiði sambærilegt gjald fyrir afnotaréttinn. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki þörf fyrir að útmála sjávarútveginn sem pólitískan andstæðing og ættu fyrir vikið að geta aukið skilning á því hvernig sjávarútvegurinn virkar, sem síðasta ríkisstjórn reyndi aldrei. Þótt gjaldtakan sé sjálfsögð, má hún ekki ganga svo langt að athafnamenn séu ekki reiðubúnir að taka þá áhættu sem því fylgir að reka sjávarútvegsfyrirtæki. Lögin sem síðasta stjórn setti gengu of langt og komu í raun í veg fyrir arðbæran rekstur margra sjávarútvegsfyrirtækja. Flestir hljóta að skilja að sátt, sem þýðir að atvinnugreinin er ekki arðbær, er lítils virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tók rétta ákvörðun þegar hann ákvað að staðfesta lögin um lækkun veiðigjaldsins. Hann hefði reyndar getað sparað sér krúsidúllurnar í rökstuðningnum og bara sagt sem svo að forseti ætti ekki að grípa fram fyrir hendurnar á réttkjörnu Alþingi. Forsetinn er líka á réttu róli þegar hann hvetur í yfirlýsingu sinni til þess að Alþingi og ríkisstjórn kappkosti að „ná varanlegri og víðtækri sátt um skipan fiskveiða og arðgreiðslur til þjóðarinnar“. Hann bendir réttilega á að sá fjöldi undirskrifta, sem safnaðist á skömmum tíma vegna laganna um lækkun veiðigjaldsins sýnir að „almenningur hefur ríkan vilja og réttlætiskennd í þessum málum“. Viðbrögð forsvarsmanna stjórnarliðsins í Fréttablaðinu í gær benda til að þeir átti sig á þessu líka. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir að í ljósi undirskriftasöfnunarinnar muni ríkisstjórnin leggja enn meira á sig til að ná fram víðtækari sátt í samfélaginu um stjórn fiskveiða. Ráðherrann segir að til þessa hafi fyrst og fremst verið unnið að sátt við hagsmunaaðila í sjávarútvegi, en nú þurfi að taka umræðuna við byggðarlög landsins og ná til sem flestra. „Hluti af því er ekki síst að auka skilning í samfélaginu á því hvernig sjávarútvegurinn virkar og ég hef fulla trú á því að okkur takist að ná fram víðtækari sátt,“ segir Sigurður Ingi. Vonandi fylgir hugur máli hjá ríkisstjórninni. Hún þarf að leggja sig fram í þessari vinnu. En hún er raunar líklegri en síðasta ríkisstjórn til að skapa sátt um sjávarútveginn. Stjórnarflokkarnir hafa verið útmálaðir sem stjórnmálaarmur LÍÚ, en þegar betur er að gáð hafa þeir ekki hróflað við grundvallaratriðunum í þeirri nýju skipan sem komst á í tíð fyrri stjórnar. Eins og forsetinn bendir á í yfirlýsingu sinni, verður áfram innheimt bæði almennt og sérstakt veiðigjald, samtals um tíu milljarðar króna. Sömuleiðis eru stjórnarflokkarnir inni á því að gera eigi tímabundna samninga við útgerðina um nýtingarrétt hennar á auðlindinni, en ekki úthluta þeim réttindum varanlega. Það eru ekki mörg ár síðan að engum hefði dottið í hug að pólitísk samstaða gæti í raun náðst um þessi grundvallaratriði. Það hefur verið komið mjög rækilega til móts við það réttlætissjónarmið að þjóðin sé eigandi auðlindarinnar og eigi að fá gjald fyrir afnotin af henni. Þáttur í víðtækri sátt um sjávarútveginn er líka að aðrar atvinnugreinar sem nýta takmörkuð gæði í eigu almennings, eins og til dæmis orkuvinnsla, geri sambærilega nýtingarsamninga og greiði sambærilegt gjald fyrir afnotaréttinn. Núverandi stjórnarflokkar hafa ekki þörf fyrir að útmála sjávarútveginn sem pólitískan andstæðing og ættu fyrir vikið að geta aukið skilning á því hvernig sjávarútvegurinn virkar, sem síðasta ríkisstjórn reyndi aldrei. Þótt gjaldtakan sé sjálfsögð, má hún ekki ganga svo langt að athafnamenn séu ekki reiðubúnir að taka þá áhættu sem því fylgir að reka sjávarútvegsfyrirtæki. Lögin sem síðasta stjórn setti gengu of langt og komu í raun í veg fyrir arðbæran rekstur margra sjávarútvegsfyrirtækja. Flestir hljóta að skilja að sátt, sem þýðir að atvinnugreinin er ekki arðbær, er lítils virði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun