Handbolti

Haukar þriðja liðið inn í átta liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka.
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka. Mynd/Valli
Haukar, topplið Olís-deildar karla í handbolta, komst í kvöld í átta liða úrslit Coca-Cola bikars karla eftir 18 marka stórsigur á 1. deildarliði Víkinga, 37-19.

Víkingar héngu í Haukaliðinu framan af leik og náðu að minna muninn í tvö mörk, 10-12, þegar átta mínútur til hálfleiks. Haukarnir voru fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11, og unnu síðan seinni hálfleikinn 21-8.

Haukarnir gátu leyft sér að leika sér í seinni hálfleiknum og reyndu þá meðal annars nokkru sirkusmörk.

Haukar urðu þriðja liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarsins en Valur og Akureyri höfðu áður unnið leiki sína í sextán liða úrslitunum.

Víkingur - Haukar 19-37 (11-16)

Mörk Víkinga: Jón Hjálmarsson 5, Jónatan Vignisson 4, Hlynur Elmar Matthíasson 3, Atli Hjörvar Einarsson 2, Brynjar Loftsson 2, Hlynur Óttarsson 1, Pálmi Rúnarsson 1, Egill Björgvinsson 1.

Mörk Hauka: Þröstur Þráinsson 7, Adam Haukur Baumruk 6, Árni Steinn Steinþórsson 5, Einar Pétur Pétursson 5, Þórður Rafn Guðmundsson 4, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Tjörvi Þorgeirsson 2, Jónatan Ingi Jónsson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×