Dönsuðu við framandi tóna Freyr Bjarnason skrifar 4. nóvember 2013 00:00 Omar Souleyman töfraði fram skemmtilega stemmningu. Fréttablaðið/Arnþór Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi. Gagnrýni Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Omar Souleyman Iceland Airwaves-hátíðin Harpa-silfurberg Sýrlenski tónlistarmaðurinn Omar Souleyman er líklega þekktastur hér á landi fyrir að hafa starfað með Björk Guðmundsdóttur á hennar síðustu plötu, Biophilia. Björk var einmitt á meðal áhorfenda á tónleikunum en lét vera að stíga á svið með vini sínum. Souleyman er goðsögn í heimalandi sínu en undanfarin ár hefur hann verið duglegur við að spila utan heimalands síns við góðar undirtektir. Kappinn mætti á sviðið klæddur á arabískan máta, með köflóttan klút á höfðinu og með sólgleraugu. Með honum var hljómborðs- og taktspilari og tókst þeim félögum að ná upp mjög góðri stemningu í salnum með arabískri danstónlist sinni. Tónleikagestir dilluðu sér við þessa framandi tóna á meðan Souleyman sjálfur var yfirvegunin uppmáluð og hreyfði hendurnar aðeins stöku sinnum til að fá fólk til að klappa með. Tónlistin sjálf heillaði mig samt ekki mikið. Manni leið dálítið eins og sama lagið hafi gengið í gengum alla tónleikana, með örlitlum blæbrigðamun. Kannski spilaði þar inn í lítil þekking á þessari tónlistarstefnu. Engu að síður fær Souleyman stóran plús fyrir stemninguna sem hann skapaði og verður tónleikanna vafalítið minnst fyrir þær sakir.Niðurstaða: Souleyman bjó til flotta stemningu í Silfurbergi.
Gagnrýni Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira