Þetta gerðist í 1. umferð Pepsi-deildar karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. maí 2013 08:21 Mynd/Stefán Brynjar Björn Gunnarsson meiddist, Finnur sá rautt, Valgeir veifaði gulu spjöldunum og David James hélt hreinu. Það var um nóg að vera í 1. umferð Pepsi-deildar karla.Meiðsli Brynjar Björn Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með KR í 16 ár. Hann kom KR á bragðið gegn Stjörnumönnum en þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla aftan í læri.Rauða spjaldið Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson stóð undir nafni þegar hann vísaði Finni Ólafssyni af velli í viðureign Fylkis og Vals í Árbænum. Brottvísunin breytti gangi mála í leiknum og Valsmenn nýttu sér liðsmuninn. Enginn vafi lék á refsingu Finns sem varði með hendi á marklínu. Miðjumaðurinn verður því í banni gegn Fram á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið.Mynd/DaníelSpjaldagleði í Kópavogi Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson þurfti átta sinnum að taka upp skrifblokkina og pennann í viðureign Breiðabliks og Þórs til að spjald menn. Átta fóru í bókina en spjöldin dreifðust jafnt á liðin tvö.Mark umferðarinnar Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna á Árbæjarvelli. Segja má að markið hafi verið úr smiðju Paul Scholes en miðjumaðurinn smellhitti boltann fyrir utan teig. Boltinn söng neðst í markhorninu og sætur sigur Valsmanna staðreynd fyrir vikið.Jóhann Birnir á ferðinni.Mynd/Guðmundur Bjarki HalldórssonUmmæli Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur var svekktur með tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum FH í Krikanum. Kantmaðurinn sagði í viðtali að leik loknum að líklega væri búið að spá Keflavík falli níu af síðustu tíu tímabilum hans í Bítlabænum. „Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt," sagði Jóhann Birnir við Fótbolti.net.Frumsýning helgarinnar Víkingur í Ólafsvík bauð til frumsýningarveislu en gleðin endaði ekki á besta hátt enda keyrðu Framarar til Reykjavíkur með stigin þrjú í skottinu. David James stóð hins vegar fyrir sínu í fyrsta leiknum með ÍBV og var eini markvörðurinn í umferðinni sem hélt marki sínu hreinu.Halldór Orri á KR-vellinum í gær.Mynd/StefánHeppni umferðarinnar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, var stálheppinn að fjúka ekki af velli í fyrri hálfleik gegn KR. Fyrst átti hann ljóta tæklingu sem fékk réttilega gult spjald og skömmu síðar handlék hann knöttinn viljandi á miðjum vellinum. Magnús Þórisson, dómari leiksins, gaf Halldóri einn séns í viðbót og getur Stjörnumaðurinn verið sáttur með gjöfina.Vafamál umferðarinnar Brynjar Björn Gunnarsson kom KR-ingum á bragðið á Stjörnuvelli í gær. Engin leið var að sjá hvort boltinn hefði farið inn fyrir marklínu KR-inga. Aðstoðardómarinn hafði þó best sjónarhorn allra og taldi boltann inni.Besta mæting 2614 áhorfendur mættu á stórleikinn í Vesturbænum í gærkvöldi. Fæstir mættu í frumsýningarveisluna í Ólafsvík þar sem 705 sáu leik Víkinga og Framara.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. 6. maí 2013 10:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Brynjar Björn Gunnarsson meiddist, Finnur sá rautt, Valgeir veifaði gulu spjöldunum og David James hélt hreinu. Það var um nóg að vera í 1. umferð Pepsi-deildar karla.Meiðsli Brynjar Björn Gunnarsson spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild með KR í 16 ár. Hann kom KR á bragðið gegn Stjörnumönnum en þurfti að fara af velli undir lok fyrri hálfleiks vegna meiðsla aftan í læri.Rauða spjaldið Rauði baróninn Garðar Örn Hinriksson stóð undir nafni þegar hann vísaði Finni Ólafssyni af velli í viðureign Fylkis og Vals í Árbænum. Brottvísunin breytti gangi mála í leiknum og Valsmenn nýttu sér liðsmuninn. Enginn vafi lék á refsingu Finns sem varði með hendi á marklínu. Miðjumaðurinn verður því í banni gegn Fram á Laugardalsvelli á mánudagskvöldið.Mynd/DaníelSpjaldagleði í Kópavogi Skagamaðurinn Valgeir Valgeirsson þurfti átta sinnum að taka upp skrifblokkina og pennann í viðureign Breiðabliks og Þórs til að spjald menn. Átta fóru í bókina en spjöldin dreifðust jafnt á liðin tvö.Mark umferðarinnar Haukur Páll Sigurðsson skoraði sigurmark Valsmanna á Árbæjarvelli. Segja má að markið hafi verið úr smiðju Paul Scholes en miðjumaðurinn smellhitti boltann fyrir utan teig. Boltinn söng neðst í markhorninu og sætur sigur Valsmanna staðreynd fyrir vikið.Jóhann Birnir á ferðinni.Mynd/Guðmundur Bjarki HalldórssonUmmæli Jóhann Birnir Guðmundsson leikmaður Keflavíkur var svekktur með tap sinna manna gegn Íslandsmeisturum FH í Krikanum. Kantmaðurinn sagði í viðtali að leik loknum að líklega væri búið að spá Keflavík falli níu af síðustu tíu tímabilum hans í Bítlabænum. „Við spilum hundrað leiki í höllinni og mætir aldrei neinn að horfa á okkur. Þið vitið aldrei neitt um okkur, spyrjið daginn fyrir leik hverjir spila í liðinu, þetta er fáránlegt," sagði Jóhann Birnir við Fótbolti.net.Frumsýning helgarinnar Víkingur í Ólafsvík bauð til frumsýningarveislu en gleðin endaði ekki á besta hátt enda keyrðu Framarar til Reykjavíkur með stigin þrjú í skottinu. David James stóð hins vegar fyrir sínu í fyrsta leiknum með ÍBV og var eini markvörðurinn í umferðinni sem hélt marki sínu hreinu.Halldór Orri á KR-vellinum í gær.Mynd/StefánHeppni umferðarinnar Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, var stálheppinn að fjúka ekki af velli í fyrri hálfleik gegn KR. Fyrst átti hann ljóta tæklingu sem fékk réttilega gult spjald og skömmu síðar handlék hann knöttinn viljandi á miðjum vellinum. Magnús Þórisson, dómari leiksins, gaf Halldóri einn séns í viðbót og getur Stjörnumaðurinn verið sáttur með gjöfina.Vafamál umferðarinnar Brynjar Björn Gunnarsson kom KR-ingum á bragðið á Stjörnuvelli í gær. Engin leið var að sjá hvort boltinn hefði farið inn fyrir marklínu KR-inga. Aðstoðardómarinn hafði þó best sjónarhorn allra og taldi boltann inni.Besta mæting 2614 áhorfendur mættu á stórleikinn í Vesturbænum í gærkvöldi. Fæstir mættu í frumsýningarveisluna í Ólafsvík þar sem 705 sáu leik Víkinga og Framara.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. 6. maí 2013 10:27 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Valur 1-2 Rautt spjald á Finn Ólafsson, leikmann Fylkis reyndist vendipunkturinn í 2-1 sigri Valsmanna í Pepsi deild karla. Fylkismenn sem voru 1-0 yfir fengu dæmt á sig víti og rautt spjald og eftir það tóku Valsmenn völdin og unnu að lokum sigur. 6. maí 2013 10:27
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Stjarnan 2-1 KR-ingar unnu í kvöld góðan 2-1 sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Leikurinn var svona miðað við allt nokkuð fjörugur og skemmtilegur og hefðu úrslitin hæglega getað endað öðruvísi. 6. maí 2013 10:24
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-1 Íslandsmeistarar FH hófu titilvörnina á 2-1 sigri á Keflavík á Kaplakrikavelli í kvöld. Atli Viðar Björnsson og Albert Brynjar Gunnarsson skoruðu mörk liðsins í fyrri hálfleiknum. 6. maí 2013 10:23