Fyrsti nýi bjórinn 2014 Úlfar Linnet skrifar 30. desember 2013 16:43 Úlfar Linnet Bjóráhugamenn munu ekki þurfa að bíða lengi eftir nýjungum á komandi ári, en í fyrstu viku janúarmánaðar er vona á All Day IPA frá Founders í áfengisverslanir. Koma þessa bjórs er enn eitt þroskamerki íslenskrar bjórmenningar. Fyrir 6 árum var engin IPA til sölu í ÁTVR en með All Day IPA nær fjöldi þeirra tveggja stafa tölu.India Pale Ale (IPA) bjórstíllinn einkennist af yfirgengilegri notkun humla sem gefa bjórnum mikinn ilm, bragð og beiskju. Upphaflega var humlaskammturinn aukinn til að bæta geymsluþol bjórsins og gera flutning hans frá Englandi til Indlands mögulegan um miðja 19. öldina. Þegar örbrugghús fóru að skjóta upp kollinum í Bandríkjunum upp úr 1980 má segja að stíllinn hafi verið enduruppgötvaður með amerískum humlar sem gáfu honum nýtt líf.All Day IPA er ljósgylltur, eilítið skýjaður með ljósa og snögga froðu. Ríkulegur ilmurinn ber með sér greipaldin, sítrus, mangó, blóm og grenitóna. Humlar eru vel til staðar í bragði og bjórinn er nokkuð beiskur. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn virkilega mjúkur og í góðu jafnvægi. Nafn bjórsins vekur nokkra furðu og ekki er ráðlegt að taka því of bókstaflega. Það vísar í raun til þess hversu lítið áfengur bjórinn er (4,7%) miðað við marga aðra IPA bjóra (nær 7%). Koma Founders til Íslands takmarkast ekki við All Day IPA því á betri bjórbari munu einni koma; Backwoods Bastard, Centenniel IAP, Breakfast Stout, Porter og Dirty Bastard. Það er ljós að bjórárið byrjar 2014 byrjar vel og eflaust er von á fleiri glaðningum þegar líður á. Skál!Fyrir hverja: Alla sem kunna að meta humlaEkki fyrir: Bragðhrædda með lágt beiskjuþolStaður og stund: All dayRangur staður: Áfengt gospartí Úlfar Linnet Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið
Bjóráhugamenn munu ekki þurfa að bíða lengi eftir nýjungum á komandi ári, en í fyrstu viku janúarmánaðar er vona á All Day IPA frá Founders í áfengisverslanir. Koma þessa bjórs er enn eitt þroskamerki íslenskrar bjórmenningar. Fyrir 6 árum var engin IPA til sölu í ÁTVR en með All Day IPA nær fjöldi þeirra tveggja stafa tölu.India Pale Ale (IPA) bjórstíllinn einkennist af yfirgengilegri notkun humla sem gefa bjórnum mikinn ilm, bragð og beiskju. Upphaflega var humlaskammturinn aukinn til að bæta geymsluþol bjórsins og gera flutning hans frá Englandi til Indlands mögulegan um miðja 19. öldina. Þegar örbrugghús fóru að skjóta upp kollinum í Bandríkjunum upp úr 1980 má segja að stíllinn hafi verið enduruppgötvaður með amerískum humlar sem gáfu honum nýtt líf.All Day IPA er ljósgylltur, eilítið skýjaður með ljósa og snögga froðu. Ríkulegur ilmurinn ber með sér greipaldin, sítrus, mangó, blóm og grenitóna. Humlar eru vel til staðar í bragði og bjórinn er nokkuð beiskur. Þrátt fyrir að vera bragðmikill er bjórinn virkilega mjúkur og í góðu jafnvægi. Nafn bjórsins vekur nokkra furðu og ekki er ráðlegt að taka því of bókstaflega. Það vísar í raun til þess hversu lítið áfengur bjórinn er (4,7%) miðað við marga aðra IPA bjóra (nær 7%). Koma Founders til Íslands takmarkast ekki við All Day IPA því á betri bjórbari munu einni koma; Backwoods Bastard, Centenniel IAP, Breakfast Stout, Porter og Dirty Bastard. Það er ljós að bjórárið byrjar 2014 byrjar vel og eflaust er von á fleiri glaðningum þegar líður á. Skál!Fyrir hverja: Alla sem kunna að meta humlaEkki fyrir: Bragðhrædda með lágt beiskjuþolStaður og stund: All dayRangur staður: Áfengt gospartí
Úlfar Linnet Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Saga sagði já við Sturlu Lífið Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið