50 ára afmæli Rotary vélarinnar Finnur Thorlacius skrifar 5. nóvember 2013 08:45 Mazda RX-8 Bílasýningin í Tokyo hefur ávallt verið vettvangur nýjunga og óvæntra hluta. Fyrir nákvæmlega 50 árum, þ.e. um síðustu helgi, setti Mazda bílaheiminn hljóðan með algerlega nýrri gerð brunavéla, Rotary vélinni á bílasýningunni í Tokyo. Síðan þá hefur þessi vél verið hjartfólgin bílaáhugmönnum, þrátt fyrir að Mazda hafi nýverið ákveðið að hætta framleiðslu þeirra. Faðir Rotary vélanna var þýski verkfræðingurinn Felix Wankel og hafa Rotary vélar einnig verið kallaðar Wankel-vélar í höfuð hans. Hann fékk einkaleyfi fyrir þær árið 1929 en hóf ekki af alvöru þróun þeirra fyrr en uppúr miðri síðustu öld og fyrsta fullþróaða slík vél sá ekki dagsljósið fyrr en árið 1957.Margir keyptu einkaleyfi Wankels Fjölmörg fyrirtæki keyptu einkaleyfi hans og þróuðu vél hans enn frekar. Meðal þeirra fyrirtækja voru Mercedes Benz, General Motors, Rolls Royce og Mazda. Enginn tók þó smíði þeirra í meiri hæðir en Mazda. Rotary vélar sáust þó frá ýmsum framleiðendum í fólksbílum, sportbílum, trukkum, mótorhjólum, flugvélum, snjósleðum, go-kart bílum, hjólsögum, sjóköttum og ofuröflugum keppnisbílum. Einn bílanna hafði sigur í Le Mans þolakstrinum, hinn frægi 787B-bíll frá Mazda, sem vann kappaksturinn árið 1991. Sá bíll var 700 hestöfl og hafði hámarkshraðann 338 km/klst. Meðalhraði hans í keppninni var 205 km/klst og komst hann 362 hringi á brautinni á þeim 24 klukkustundum sem þolaksturinn tekur.Ótrúlegar móttökur fyrsta bílsins Þegar Mazda tók Rotary vélina uppá sína arma og smíðaði fyrsta bílinn með þannig vél hét fyrirtækið ekki einu sinni Mazda heldur Toyo Kogyo, sem síðan stofnaði bíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Mazda. Þegar Mazda sýndi sinn fyrsta Rotary bíl á bílasýningunni í Tokyo árið 1963 voru aðeins liðin þrjú ár síðan Mazda framleiddi sinn fyrsta bíl, R360 kei car. Því var þetta útspil Mazda bæði mjög óvænt og metnaðarfullt. Fyrsti Rotary bíll Mazda var með 0,8 lítra sprengirými, en Rotary vélar eru hvað þekktastar fyrir að ná mörgum hestöflum út úr litlu sprengirými. Bíllinn var 70 hestöfl og fékk nafnið Mazda Cosmo Sport og ók forstjóri Toyo Kogyo þessum sportlega og fríða bíln inná sýninguna við mikla eftirtekt sýningargesta. Bíllinn fékk verðskuldaðar frábærar móttökur, enda var bíllinn framúrstefnulegur, afar sportlegur og eins og beint úr einhverri framtíðarkvikmynd. Hann bar þó keim af Ford Thunderbird, bara miklu minni, en margir af fyrstu bílum japanskra framleiðenda báru mjög keim af bandarískri framleiðslu.Fordómar í garð japanskra framleiðenda Þessi fyrsti Rotary bíll Mazda sýndi heimsbyggðinni fyrir hvað Mazda mundi standa í framtíðinni og ný stjarna var fædd. Margir höfðu þó efasemdir um bíla frá Japan, sem síðar átti að sannast að voru aldeilis ekki á rökum reistar. Sömu fordómum mætti 2000GT bíll Toyota, sem menn síðar áttuðu sig á að var aldeilis frábær bíll og er söfnunarbíll í dag. Mazda hélt áfram að þróa bíla með Rotary vélum og næsti bíll kom aðeins ári síðar, 1964 og aðrari japanskir framleiðendur fylgdu í kjölfarið. Árið 1967 var Mazda búið að fullkomna Cosmo bílinn og var vél hans orðin 110 hestöfl með 10A Rotary vél sína.Er Rotary draumurinn úti? Rotary vélin þjáðist samt alltaf af mikilli eldsneytiseyðslu og því urðu margir bílaframleiðendur henni afhuga. Mazda hélt þó uppi nafni hennar og setti Rotary vélar í flestar sínar bílgerðir. Frægir bílar Mazda með Rotary vél urðu síðar RX-3 og RX-7 sportbílarnir, en kaupendur þeirra höfðu ekki eyðslu þeirra efst í huga. Síðasti bíllinn sem Mazda framleiddi með Rotary vél varð svo RX-8, sem bílageggjarar þreytast ekki við að mæra fyrir frábæra akstureiginleika. Sala hans fór þó sífellt þverrandi og svo fór að framleiðslunni var hætt. Mazda hefur þó haldið áfram að þróa nýja Rotary vél sem kölluð er 16X, en ókostir Rotary vélanna gæti reynst Mazda fjötur um fót og ekki víst að fyrirtækið þori að ráðast í framleiðslu bíls með þeirri vél. Mazda er þó ekki alveg tilbúið að jarða þessa frægu arfleifð sína og jarðarför Rotary vélarinn hefur ekki enn farið fram. Skildi Mazda sjokkera bílaheiminn einu sinni enn með Rotary bíl á komandi bílasýningu í Tokyo?Séð inní brunahólf Rotary vélar Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent
Bílasýningin í Tokyo hefur ávallt verið vettvangur nýjunga og óvæntra hluta. Fyrir nákvæmlega 50 árum, þ.e. um síðustu helgi, setti Mazda bílaheiminn hljóðan með algerlega nýrri gerð brunavéla, Rotary vélinni á bílasýningunni í Tokyo. Síðan þá hefur þessi vél verið hjartfólgin bílaáhugmönnum, þrátt fyrir að Mazda hafi nýverið ákveðið að hætta framleiðslu þeirra. Faðir Rotary vélanna var þýski verkfræðingurinn Felix Wankel og hafa Rotary vélar einnig verið kallaðar Wankel-vélar í höfuð hans. Hann fékk einkaleyfi fyrir þær árið 1929 en hóf ekki af alvöru þróun þeirra fyrr en uppúr miðri síðustu öld og fyrsta fullþróaða slík vél sá ekki dagsljósið fyrr en árið 1957.Margir keyptu einkaleyfi Wankels Fjölmörg fyrirtæki keyptu einkaleyfi hans og þróuðu vél hans enn frekar. Meðal þeirra fyrirtækja voru Mercedes Benz, General Motors, Rolls Royce og Mazda. Enginn tók þó smíði þeirra í meiri hæðir en Mazda. Rotary vélar sáust þó frá ýmsum framleiðendum í fólksbílum, sportbílum, trukkum, mótorhjólum, flugvélum, snjósleðum, go-kart bílum, hjólsögum, sjóköttum og ofuröflugum keppnisbílum. Einn bílanna hafði sigur í Le Mans þolakstrinum, hinn frægi 787B-bíll frá Mazda, sem vann kappaksturinn árið 1991. Sá bíll var 700 hestöfl og hafði hámarkshraðann 338 km/klst. Meðalhraði hans í keppninni var 205 km/klst og komst hann 362 hringi á brautinni á þeim 24 klukkustundum sem þolaksturinn tekur.Ótrúlegar móttökur fyrsta bílsins Þegar Mazda tók Rotary vélina uppá sína arma og smíðaði fyrsta bílinn með þannig vél hét fyrirtækið ekki einu sinni Mazda heldur Toyo Kogyo, sem síðan stofnaði bíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Mazda. Þegar Mazda sýndi sinn fyrsta Rotary bíl á bílasýningunni í Tokyo árið 1963 voru aðeins liðin þrjú ár síðan Mazda framleiddi sinn fyrsta bíl, R360 kei car. Því var þetta útspil Mazda bæði mjög óvænt og metnaðarfullt. Fyrsti Rotary bíll Mazda var með 0,8 lítra sprengirými, en Rotary vélar eru hvað þekktastar fyrir að ná mörgum hestöflum út úr litlu sprengirými. Bíllinn var 70 hestöfl og fékk nafnið Mazda Cosmo Sport og ók forstjóri Toyo Kogyo þessum sportlega og fríða bíln inná sýninguna við mikla eftirtekt sýningargesta. Bíllinn fékk verðskuldaðar frábærar móttökur, enda var bíllinn framúrstefnulegur, afar sportlegur og eins og beint úr einhverri framtíðarkvikmynd. Hann bar þó keim af Ford Thunderbird, bara miklu minni, en margir af fyrstu bílum japanskra framleiðenda báru mjög keim af bandarískri framleiðslu.Fordómar í garð japanskra framleiðenda Þessi fyrsti Rotary bíll Mazda sýndi heimsbyggðinni fyrir hvað Mazda mundi standa í framtíðinni og ný stjarna var fædd. Margir höfðu þó efasemdir um bíla frá Japan, sem síðar átti að sannast að voru aldeilis ekki á rökum reistar. Sömu fordómum mætti 2000GT bíll Toyota, sem menn síðar áttuðu sig á að var aldeilis frábær bíll og er söfnunarbíll í dag. Mazda hélt áfram að þróa bíla með Rotary vélum og næsti bíll kom aðeins ári síðar, 1964 og aðrari japanskir framleiðendur fylgdu í kjölfarið. Árið 1967 var Mazda búið að fullkomna Cosmo bílinn og var vél hans orðin 110 hestöfl með 10A Rotary vél sína.Er Rotary draumurinn úti? Rotary vélin þjáðist samt alltaf af mikilli eldsneytiseyðslu og því urðu margir bílaframleiðendur henni afhuga. Mazda hélt þó uppi nafni hennar og setti Rotary vélar í flestar sínar bílgerðir. Frægir bílar Mazda með Rotary vél urðu síðar RX-3 og RX-7 sportbílarnir, en kaupendur þeirra höfðu ekki eyðslu þeirra efst í huga. Síðasti bíllinn sem Mazda framleiddi með Rotary vél varð svo RX-8, sem bílageggjarar þreytast ekki við að mæra fyrir frábæra akstureiginleika. Sala hans fór þó sífellt þverrandi og svo fór að framleiðslunni var hætt. Mazda hefur þó haldið áfram að þróa nýja Rotary vél sem kölluð er 16X, en ókostir Rotary vélanna gæti reynst Mazda fjötur um fót og ekki víst að fyrirtækið þori að ráðast í framleiðslu bíls með þeirri vél. Mazda er þó ekki alveg tilbúið að jarða þessa frægu arfleifð sína og jarðarför Rotary vélarinn hefur ekki enn farið fram. Skildi Mazda sjokkera bílaheiminn einu sinni enn með Rotary bíl á komandi bílasýningu í Tokyo?Séð inní brunahólf Rotary vélar
Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent