Margmiðlunarveisla í Eldborg Freyr Bjarnason skrifar 5. nóvember 2013 07:30 Hljómsveitin Kraftwerk spilaði í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld. Mynd/Alexander Matukhno Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum. Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin Eldborg Harpa Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleikum þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgarsal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flottari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljómborðin sín og hljóðgervla fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmyndböndum sem fylgdu hverju einasta lagi tónleikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactiviy, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feilnóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stuttermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi.Niðurstaða: Sannkölluðu veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum.
Gagnrýni Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira