

Fram getur í dag tryggt sér Íslandsmeistaratitil karla í handbolta þegar liðið sækir Hauka heim á Ásvelli í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar karla en Fram vann Íslandsmeistaratitilinn síðast árið 2006. Fram vann tvo fyrstu leikina í einvíginu og því ljóst að Haukar þurfa að leika vel í dag ætli þeir sér sigur gegn sterku liði Fram.
Dómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu ekki dæma fleiri leiki í úrslitum N1-deildanna. Þeir voru í sviðsljósinu í öðrum leik Fram og Hauka í úrslitum N1-deildar karla.
"Við erum einu marki yfir og 30 sekúndur eftir. Hvað heldur þú að maður sé að reyna að gera? Auðvitað reyna að komast i gegn og skora. Þetta orkar tvímælis.“
Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, vissi ekkert af því að Ingvar Guðjónsson hafi fengið Gullmerki Fram nokkrum klukkutímum áður en hann dæmdi annan leik Fram og Hauka í úrslitaeinvígi N1 deildar karla í handbolta.