Framkonur eru á heimavelli í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta en það er kannski ekki eins gott og áður var haldið miðað við úrslitin í úrslitkeppni kvenna í ár.
Útiliðin hafa unnið fyrstu fjóra leiki úrslitaeinvígisins og gott betur því síðustu níu leikir úrslitakeppninnar hafa unnist á útivelli. Heimaliðin hafa bara unnið 7 af 21 leik í úrslitakeppninni þar af unnu heimaliðin fjóra fyrstu leikina í átta liða úrslitunum.
Fram tekur á móti Stjörnunni í fimmta leik liðanna í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna en leikurinn fer fram í Framhúsinu í Safamýri, hefst klukkan 15.00 og verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Framkonur hafa tapað þremur heimaleikjum í röð en unnu síðast heimasigur þegar þær lögðu ÍBV 25-24 í fyrsta leik liðanna í undanúrslitunum.
Stjörnukonur voru síðasta liðið til að vinna á heimavelli (leikur 2 á móti Val í undanúrslitunum) en Stjörnuliðið hefur unnið fjóra síðustu útileiki sína, tvo á móti Val og tvo á móti Fram.
Síðustu 9 leikir í úrslitakeppni kvenna í handbolta:
- Undanúrslit -
Mið. 17.apr.2013 Fram - ÍBV 18-19 (7-8)
Mið. 17.apr.2013 Valur - Stjarnan 23-24 (12-15)
Lau. 20.apr.2013 Stjarnan - Valur 22-26 (9-11)
Lau. 20.apr.2013 ÍBV - Fram 17-21 (7-10)
Mán. 22.apr.2013 Valur - Stjarnan 19-20 (9-7)
- Lokaúrslit -
Fim. 25.apr.2013 Fram - Stjarnan 20-21 (11-10)
Sun. 28.apr.2013 Stjarnan - Fram 25-30 (12-16)
Mið. 1.maí.2013 Fram - Stjarnan 19-21 (8-13)
Fös. 3.maí.2013 Stjarnan - Fram 21-22 (9-11)
Útiliðin hafa unnið níu leiki í röð í úrslitakeppni kvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti

Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum
Körfubolti


Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn
Enski boltinn

Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi
Körfubolti
