Lífið

Upplifa sig sem loftfimleikamenn

Freyr Bjarnason skrifar
Örn Þór Halldórsson ásamt syni sínum Erni Arnarsyni, sem er sérlegur aðstoðarmaður hans.
fréttablaðið/vilhelm
Örn Þór Halldórsson ásamt syni sínum Erni Arnarsyni, sem er sérlegur aðstoðarmaður hans. fréttablaðið/vilhelm
„Þetta er græja sem gefur fólki tækifæri til að upplifa sig nánast sem loftfimleikamenn," segir Örn Þór Halldórsson, sem ætlar að kynna teygjuhopp fyrir Íslendingum í sumar.

„Ég var með guttanum í Legolandi í fyrra. Við fórum í Lalandia sem er við hliðina og þar sáum við svona græju. Hann fór að hoppa og gjörsamlega trylltist. Ég hef aldrei séð hann svona kátan," segir hann, spurður hvaðan hugmyndin að teygjuhoppinu komi.

Í teygjuhoppinu hoppar fólk á trampólíndýnu en er fast við teygju. Þannig getur það farið hæst sex metra upp í loftið en venjulega er hæðin um fjórir metrar. Græjan er öllum leyfileg en þyngdartakmörk eru 85 kíló.

Aðspurður segir Örn Þór teygjuhoppið vera algjörlega öruggt. „Þetta eru strangar öryggisreglur sem við þurfum að fara eftir og það er búið að fá leyfi frá Vinnueftirlitinu."

Örn Þór prófaði græjuna fyrir utan Norræna húsið á dögunum og hún mæltist vel fyrir. „Fullorðna fólkið var hrætt og sumir krakkar voru hræddir til að byrja með. En svo var æðislegt að sjá svipina á þeim. Þeir gjörsamlega umturnuðust."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.