Lífið

Nigella Lawson farin frá eiginmanninum

Nigella Lawson og eiginmaður hennar, Charles Saatchi, deila ekki heimili lengur. Saatchi sást grípa ítrekað um háls eiginkonu sinnar er þau rifust á veitingastað í London í síðustu viku.
Nigella Lawson og eiginmaður hennar, Charles Saatchi, deila ekki heimili lengur. Saatchi sást grípa ítrekað um háls eiginkonu sinnar er þau rifust á veitingastað í London í síðustu viku. Nordicphotos/getty
Charles Saatchi, listaverkasafnari og eiginmaður sjónvarpskokksins Nigellu Lawson, neitar að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi á veitingastað í London í síðustu viku. Myndir af atvikinu birtust á forsíðu breska blaðsins Sunday People, en þar sést Saatchi taka Lawson hálstaki.



Hinn sjötugi listaverkasafnari sagði í viðtali við BBC að málið væri á misskilningi byggt og segist aðeins hafa gripið um háls eiginkonu sinnar til að leggja áherslu á mál sitt. Saatchi heldur því fram að hann og Lawson hafi rifist um börn sín og að hún hafi grátið vegna þess að henni þyki leiðinlegt þegar þau hjón rífist.



„Það var ekkert grip, þetta var smárifrildi. Myndirnar eru skelfilegar og draga upp ofbeldisfulla mynd af atburðinum. Nigella grét ekki af sársauka heldur af því að okkur er báðum illa við rifrildi,“ sagði Saatchi. „Við höfðum náð sáttum áður en heim kom.

Ljósmyndarar söfnuðust svo saman fyrir utan heimili okkar eftir að fréttin birtist [á sunnudag]. Ég sagði Nigellu að fara burt með börnin þar til storminn hafi lægt.“



Talsmaður Lawson hefur staðfest við breska fjölmiðla að sjónvarpskokkurinn og börn hennar hafi yfirgefið heimili þeirra hjóna. Hann vildi þó ekkert láta uppi um hvort það væri tímabundið eða til frambúðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.