Áhorfandi framdi sjálfsmorð í aksturskeppni Finnur Thorlacius skrifar 15. apríl 2013 15:47 Auglýsingaskilti félags bandarískra byssueigenda, NRA, blasir hér við á brautinni Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent
Keppnin var kostuð af félagi bandarískra byssueigenda. Sá fáheyrði atburður átti sér stað í Texas Motor Speedway aksturskeppninni um helgina að áhorfandi svipti sig lífi með skammbyssu undir lok keppninnar. Hafði hann lent í deilum við aðra áhorfendur á keppninni skömmu áður, dró upp eigin skammbyssu og lét skot ríða af í eigið höfuð. Ekki er ljóst hvernig honum tókst að komast inná keppnissvæðið með skammbyssuna, en skotvopnaburður er bannaður í keppninni. Ekki varð þessi atburður til að þagga niður í þeim gagnrýnisröddum sem heyrðust um kostun félags bandarískra byssueigenda á þessari keppni, heldur hefur hún að vonum margfaldast. Vart verður kaldhæðnin meiri en að áhorfandi skjóti sjálfan sig í aksturskeppni sem er kostuð af félagi byssueigenda.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent