Stunurnar auka á unaðinn Sigga Dögg skrifar 15. apríl 2013 20:00 SPURNING: Ég var að spá í stunur því kærasti minn er nánast hljóðlaus þegar við sofum saman. Mér finnst gott að stynja en um daginn þá sagði hann mér að vera róleg og að ég þyrfti ekki að þykjast finnast þetta svona gott. Málið var samt að mér fannst þetta mjög gott og finnst eiginlega bara betra þegar ég styn. Ég vildi því vita af hverju stynja sumir mjög hátt og aðrir ekki? Er algengara að konur stynji frekar en karlar? SVAR: Þetta er virkilega áhugaverð spurning og ágætt að setja í samhengi við áreynslu og líkamsrækt. Einkaþjálfari sagði mér eitt sinn að öndun væri mjög mikilvæg þegar maður væri í ræktinni og að maður þyrfti að passa að halda alls ekki niðri í sér andanum. Það væri ekki verra ef að það heyrðist í manni, þetta væru jú átök. Ef þú spáir í það þá heyrir maður karlmenn oft stynja hátt og skammarlaust þegar þeir lyfta þungum lóðum. Þá er það vel þekkt úr tantra-fræðum (sem og jóga) að öndun getur verið lykilinn að unaði. Þar getur maður stillt hugann inn á við en hugurinn er einmitt mjög mikilvægur þegar kemur að kynlífi. Ef maður er farinn að veita öndun meiri athygli en unaðinum þá getur öndunin byrjað að trufla, hvort sem hún er of mikil eða of lítil. Eins og með svo margt annað, þá er mikilvægt í þessu að tala saman. Segðu kærasta þínum að það auki unað þinn að fá að stynja og að það sé alls ekki merki um neins konar fíflagang (ekki það að fíflagangur sé bannaður uppi í rúmi, síður en svo). Að sama skapi getur þú spurt hann hvort hann langi ekki að sleppa aðeins af sér beislinu og stynja af ánægju, allavega anda markvisst? Það þarf ekki að fara í samkeppni við reyndustu klámleikara, bara anda aðeins og þá munu stunurnar fylgja. Það getur aukið á unað beggja í kynlífi þegar það heyrist aðeins í ykkur en finnið gullna meðalveginn sem þið getið bæði verið sátt með. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
SPURNING: Ég var að spá í stunur því kærasti minn er nánast hljóðlaus þegar við sofum saman. Mér finnst gott að stynja en um daginn þá sagði hann mér að vera róleg og að ég þyrfti ekki að þykjast finnast þetta svona gott. Málið var samt að mér fannst þetta mjög gott og finnst eiginlega bara betra þegar ég styn. Ég vildi því vita af hverju stynja sumir mjög hátt og aðrir ekki? Er algengara að konur stynji frekar en karlar? SVAR: Þetta er virkilega áhugaverð spurning og ágætt að setja í samhengi við áreynslu og líkamsrækt. Einkaþjálfari sagði mér eitt sinn að öndun væri mjög mikilvæg þegar maður væri í ræktinni og að maður þyrfti að passa að halda alls ekki niðri í sér andanum. Það væri ekki verra ef að það heyrðist í manni, þetta væru jú átök. Ef þú spáir í það þá heyrir maður karlmenn oft stynja hátt og skammarlaust þegar þeir lyfta þungum lóðum. Þá er það vel þekkt úr tantra-fræðum (sem og jóga) að öndun getur verið lykilinn að unaði. Þar getur maður stillt hugann inn á við en hugurinn er einmitt mjög mikilvægur þegar kemur að kynlífi. Ef maður er farinn að veita öndun meiri athygli en unaðinum þá getur öndunin byrjað að trufla, hvort sem hún er of mikil eða of lítil. Eins og með svo margt annað, þá er mikilvægt í þessu að tala saman. Segðu kærasta þínum að það auki unað þinn að fá að stynja og að það sé alls ekki merki um neins konar fíflagang (ekki það að fíflagangur sé bannaður uppi í rúmi, síður en svo). Að sama skapi getur þú spurt hann hvort hann langi ekki að sleppa aðeins af sér beislinu og stynja af ánægju, allavega anda markvisst? Það þarf ekki að fara í samkeppni við reyndustu klámleikara, bara anda aðeins og þá munu stunurnar fylgja. Það getur aukið á unað beggja í kynlífi þegar það heyrist aðeins í ykkur en finnið gullna meðalveginn sem þið getið bæði verið sátt með.