Verksmiðja Dacia lokar vegna verkfalls Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2013 16:30 Starfsfólk verksmiðju Dacia lögðu niður störf Vilja 25% hækkun launa. Renault er vandi á höndum því verkamenn í verskmiðju Dacia í Pitesti í Rúmeníu fóru í verkfall í síðustu viku og stöðvaðist framleiðsla þar fyrir vikið. Dacia er undirmerki Renault og algerlega í þeirra eigu. Fara verkamennirnir fram á 25% launahækkun, en meðallaun þeirra er nú eru 135.000 krónur á mánuði. Ekki er það nein ofrausn hjá vinnuveitanda þeirra en meðallaun í Rúmeníu eru reyndar aðeins 76.000 kr. Þá segja verkamenn í Dacia að of mikið sé lagt á þá og pressan hjá yfirmönnum sé að sliga marga, en nýr bíll kemur úr í verksmiðjunni í Pitesti á hverjum 40 sekúndum. Dacia er stærsti útflytjandi í Rúmeníu og stendur að 3% alls útflutnings. Dacia fyrirtækinu gengur vel, þveröfugt við gengi eigandans, Renault. Sala Dacia jókst um 15,4% í síðasta mánuði frá fyrra ári á meðan sala Renault minnkaði um 14,8%. Dacia seldi 360.000 bíla á síðasta ári og jók hana um 5% milli ára. Sá vöxtur verður vafalaust meiri í ár, en þó ekki ef verksmiðja þeirra er lokuð lengi. Um 90% allra Dacia bíla eru seldir utan Rúmeníu. Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Vilja 25% hækkun launa. Renault er vandi á höndum því verkamenn í verskmiðju Dacia í Pitesti í Rúmeníu fóru í verkfall í síðustu viku og stöðvaðist framleiðsla þar fyrir vikið. Dacia er undirmerki Renault og algerlega í þeirra eigu. Fara verkamennirnir fram á 25% launahækkun, en meðallaun þeirra er nú eru 135.000 krónur á mánuði. Ekki er það nein ofrausn hjá vinnuveitanda þeirra en meðallaun í Rúmeníu eru reyndar aðeins 76.000 kr. Þá segja verkamenn í Dacia að of mikið sé lagt á þá og pressan hjá yfirmönnum sé að sliga marga, en nýr bíll kemur úr í verksmiðjunni í Pitesti á hverjum 40 sekúndum. Dacia er stærsti útflytjandi í Rúmeníu og stendur að 3% alls útflutnings. Dacia fyrirtækinu gengur vel, þveröfugt við gengi eigandans, Renault. Sala Dacia jókst um 15,4% í síðasta mánuði frá fyrra ári á meðan sala Renault minnkaði um 14,8%. Dacia seldi 360.000 bíla á síðasta ári og jók hana um 5% milli ára. Sá vöxtur verður vafalaust meiri í ár, en þó ekki ef verksmiðja þeirra er lokuð lengi. Um 90% allra Dacia bíla eru seldir utan Rúmeníu.
Mest lesið „Það er mjög sársaukafullt að fá yfir sig piparúða“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent