Jepplingur með tímamótavél Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 08:45 Reynsluakstur - Mazda CX-5 Heilmikið flug er á Mazda þessa dagana og bílar þeirra líka sérlega vel. Þeir eru fyrir það fyrsta fallegir, en það sem líkar enn betur er Skyactive vélartækni Mazda sem skilað hefur sér í flestar gerðir. Þar er reynsluakstursbíll þessarar viku engin undantekning, Mazda CX-5 jepplingurinn. Greinarritari var svo heppinn að fá að prófa þenna bíl þegar hann var enn í mótun en Mazda gerði sér ferð til Íslands fyrir fáeinum misserum til að prófa hann á íslenskum vegum og leyfa nokkrum bílablaðamönnum að reyna gripinn, aðallega erlendum þó. Strax var ljóst við prufu hans að Mazda væri með afar góðan bíl í höndunum með byltingarkenndum vélum. Bæði bensín- og dísilvélin í CX-5 eru með áður óþekktu þjöppuhlutfalli, bensínvélin með því allra hæsta og dísilvélin því allra lægsta. Það skilar sér í meira togi og betri brunaeldsneytis í bensínvélinni og í dísilvélinni hreinni bruna og léttu álagi á vélina. Einnig skilar þetta óvenjulega þjöppuhlutfall, sem í báðum vélunum er 14:1, lágri eyðslu og lítilli mengum. Mazda CX-5 var kjörinn bíll ársins í Japan í desember síðastliðnum. Frábærar Skyactive vélar Vélarnar eru 2,0 lítra bensínvél og 2,2 lítra díselvél. Bensínvélin er 163 hestöfl en 148 í dísilvélinni, sem að auki togar heil ósköp. Reynsluakstursbíllinn nú var með bensínvélinni, en Brimborg fær einfladlega ekki bíla með dísilvélinni fyrr en seint á þessu ári vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir honum. Það þarf ekki að fara í grafgötur með það að bíllinn er öflugri og sneggri með dísilvélinni, það var reynt í heimsókn Mazda hingað. Hinsvegar er hann líka mjög skemmtilegur með bensínvélinni og hún alveg nægilega öflug fyrir þennan bíl þó hún sé ekki búin forþjöppu. Erfitt gæti reynst kaupendum að velja á milli bensín- og dísilútgáfunnar því sá með dísilvélinni er hálfri milljón dýrari, en bæði eyðir minna og er öflugri. Þessi nýja bensínvél er 10% léttari en forverinn, með 30% minna innra viðnámi, togar 15% meira og 15% eyðslugrennri. Ekki slæm þróun það. Þess má geta að svo öfundsverð er þessi nýja vélartækni Mazda að aðrir bílaframleiðendur hafa hugleitt að kaupa vélar frá Mazda í bíla sína eða kaupa framleiðsluleyfi af þeim frá Mazda. Flott fjöðrun og fínir akstureiginleikar Akstur Mazda CX-5 að þessu sinni var bæði utan borgarmarkanna og innanbæjar og líkaði mjög vel. Eiginleikar bílsins eru flottir og fimlegir. Það verður strax ljóst að það var ástæða fyrir því að svo til allir hlutir eru nýir í þessum bíl og hafa ekki sést í öðrum Mazda bílum áður. Bíllinn er nákvæmur í stýri, virðist allur léttur, vélaraflið nægt, fjöðrunin hæfilega mjúk og vel stillt og aksturinn því þægilegur, eiginlega sérlega ljúfur. Talandi um fjöðrunina þá var sífellt farið hraðar yfir bæði hraðahindranir og ójöfnur og aldrei varð það óþægilegt, slaglengdin góð og hann át þetta allt með bestu lyst. Eitt er þó ástæða til að kvarta yfir en ef auka á hraða þarf að pinna aðeins bensíngjöfina svo bíllinn skipti niður, því hann er gjarn í að hanga í of háum gír og erfiða fyrir vikið. Eflaust er það stillt svo til að lækka eyðsluna en gagnast ekki mikið ef nýta á aflið. Hann er þó snöggur að skipta sér niður og byrja að skila öllu aflinu aftur. Annað sem mætti gagnrýna er að hljóð frá vél og vegi berst of greiðlega í farþegarýmið og mætti Mazda gera aðeins betur í þeim efnum með næstu árgerð og þá væri komin lúxusbílatilfinning að aka þessum bíl. Eyðsla bílsins í reynsluakstrinum hékk alltaf milli 8,5 og 9,0 og endaði í 8,7 lítra meðaleyðslu. Það er reyndar rúmum tveimur lítrum yfir uppgefna eyðslu en hafa verður í huga frísklegan akstur, kalt veður og oft vel hlaðinn bíl. Þetta er ekki slæm tala fyrir mjög fullvaxinn jeppling með bensínvél. Flutningsrými allt að 1.620 lítrum Mazda CX-5 er ári laglegur bíll að utan. Ytri fegurð bíla er einkar persónubundin en flestir virðast þó á þeirri skoðun að þessi bíll sé vel heppnaður. Að innan er erfitt að segja að hann sé sérlega heillandi, heldur frekar venjulegur, laus við íburð en svarar öllum þörfum. Plássið í bílnum er mjög gott. Í fyrsta lagi fer vel um alla farþega og skottið er stórt, 503 lítrar og stækkar í 1.620 lítra þegar aftursætin eru felld niður. Það var einmitt gert í ferð út á land með fjallahjól í farteskinu. Því var bara hent inn án þess að taka af því fram- né afturdekk og gleypti rýmið það ásamt öðrum farangri. Þetta er stór kostur við jeppa og stærri jepplinga. Útsýni úr bílnum er til fyrirmyndar. Heildarupplifun greinaskrifara af CX-5 er sú sama og við fyrstu prófun hans þegar hann var í þróun, þ.e. mjög góð og með þann verðmiða sem á honum er geta fáir litið framhjá honum við val á jepplingi. Verst hvað Brimborg fær fáa af þeim bílum sem slegist er um. Kostir: Frábærar vélar, fínir akstureiginleikar, gott verð Ókostir: Hljóð frá vél og vegi, lágstemmd innrétting, 2,0 bensínvél, 160 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 155 g/km CO2 Hröðun: 9,6 sek. Hámarkshraði: 187 km/klst Verð: 5.690.000 kr. Umboð: Brimborg Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Reynsluakstur - Mazda CX-5 Heilmikið flug er á Mazda þessa dagana og bílar þeirra líka sérlega vel. Þeir eru fyrir það fyrsta fallegir, en það sem líkar enn betur er Skyactive vélartækni Mazda sem skilað hefur sér í flestar gerðir. Þar er reynsluakstursbíll þessarar viku engin undantekning, Mazda CX-5 jepplingurinn. Greinarritari var svo heppinn að fá að prófa þenna bíl þegar hann var enn í mótun en Mazda gerði sér ferð til Íslands fyrir fáeinum misserum til að prófa hann á íslenskum vegum og leyfa nokkrum bílablaðamönnum að reyna gripinn, aðallega erlendum þó. Strax var ljóst við prufu hans að Mazda væri með afar góðan bíl í höndunum með byltingarkenndum vélum. Bæði bensín- og dísilvélin í CX-5 eru með áður óþekktu þjöppuhlutfalli, bensínvélin með því allra hæsta og dísilvélin því allra lægsta. Það skilar sér í meira togi og betri brunaeldsneytis í bensínvélinni og í dísilvélinni hreinni bruna og léttu álagi á vélina. Einnig skilar þetta óvenjulega þjöppuhlutfall, sem í báðum vélunum er 14:1, lágri eyðslu og lítilli mengum. Mazda CX-5 var kjörinn bíll ársins í Japan í desember síðastliðnum. Frábærar Skyactive vélar Vélarnar eru 2,0 lítra bensínvél og 2,2 lítra díselvél. Bensínvélin er 163 hestöfl en 148 í dísilvélinni, sem að auki togar heil ósköp. Reynsluakstursbíllinn nú var með bensínvélinni, en Brimborg fær einfladlega ekki bíla með dísilvélinni fyrr en seint á þessu ári vegna gríðarlegrar eftirspurnar eftir honum. Það þarf ekki að fara í grafgötur með það að bíllinn er öflugri og sneggri með dísilvélinni, það var reynt í heimsókn Mazda hingað. Hinsvegar er hann líka mjög skemmtilegur með bensínvélinni og hún alveg nægilega öflug fyrir þennan bíl þó hún sé ekki búin forþjöppu. Erfitt gæti reynst kaupendum að velja á milli bensín- og dísilútgáfunnar því sá með dísilvélinni er hálfri milljón dýrari, en bæði eyðir minna og er öflugri. Þessi nýja bensínvél er 10% léttari en forverinn, með 30% minna innra viðnámi, togar 15% meira og 15% eyðslugrennri. Ekki slæm þróun það. Þess má geta að svo öfundsverð er þessi nýja vélartækni Mazda að aðrir bílaframleiðendur hafa hugleitt að kaupa vélar frá Mazda í bíla sína eða kaupa framleiðsluleyfi af þeim frá Mazda. Flott fjöðrun og fínir akstureiginleikar Akstur Mazda CX-5 að þessu sinni var bæði utan borgarmarkanna og innanbæjar og líkaði mjög vel. Eiginleikar bílsins eru flottir og fimlegir. Það verður strax ljóst að það var ástæða fyrir því að svo til allir hlutir eru nýir í þessum bíl og hafa ekki sést í öðrum Mazda bílum áður. Bíllinn er nákvæmur í stýri, virðist allur léttur, vélaraflið nægt, fjöðrunin hæfilega mjúk og vel stillt og aksturinn því þægilegur, eiginlega sérlega ljúfur. Talandi um fjöðrunina þá var sífellt farið hraðar yfir bæði hraðahindranir og ójöfnur og aldrei varð það óþægilegt, slaglengdin góð og hann át þetta allt með bestu lyst. Eitt er þó ástæða til að kvarta yfir en ef auka á hraða þarf að pinna aðeins bensíngjöfina svo bíllinn skipti niður, því hann er gjarn í að hanga í of háum gír og erfiða fyrir vikið. Eflaust er það stillt svo til að lækka eyðsluna en gagnast ekki mikið ef nýta á aflið. Hann er þó snöggur að skipta sér niður og byrja að skila öllu aflinu aftur. Annað sem mætti gagnrýna er að hljóð frá vél og vegi berst of greiðlega í farþegarýmið og mætti Mazda gera aðeins betur í þeim efnum með næstu árgerð og þá væri komin lúxusbílatilfinning að aka þessum bíl. Eyðsla bílsins í reynsluakstrinum hékk alltaf milli 8,5 og 9,0 og endaði í 8,7 lítra meðaleyðslu. Það er reyndar rúmum tveimur lítrum yfir uppgefna eyðslu en hafa verður í huga frísklegan akstur, kalt veður og oft vel hlaðinn bíl. Þetta er ekki slæm tala fyrir mjög fullvaxinn jeppling með bensínvél. Flutningsrými allt að 1.620 lítrum Mazda CX-5 er ári laglegur bíll að utan. Ytri fegurð bíla er einkar persónubundin en flestir virðast þó á þeirri skoðun að þessi bíll sé vel heppnaður. Að innan er erfitt að segja að hann sé sérlega heillandi, heldur frekar venjulegur, laus við íburð en svarar öllum þörfum. Plássið í bílnum er mjög gott. Í fyrsta lagi fer vel um alla farþega og skottið er stórt, 503 lítrar og stækkar í 1.620 lítra þegar aftursætin eru felld niður. Það var einmitt gert í ferð út á land með fjallahjól í farteskinu. Því var bara hent inn án þess að taka af því fram- né afturdekk og gleypti rýmið það ásamt öðrum farangri. Þetta er stór kostur við jeppa og stærri jepplinga. Útsýni úr bílnum er til fyrirmyndar. Heildarupplifun greinaskrifara af CX-5 er sú sama og við fyrstu prófun hans þegar hann var í þróun, þ.e. mjög góð og með þann verðmiða sem á honum er geta fáir litið framhjá honum við val á jepplingi. Verst hvað Brimborg fær fáa af þeim bílum sem slegist er um. Kostir: Frábærar vélar, fínir akstureiginleikar, gott verð Ókostir: Hljóð frá vél og vegi, lágstemmd innrétting, 2,0 bensínvél, 160 hestöfl Fjórhjóladrif Eyðsla: 6,6 l./100 km í bl. akstri Mengun: 155 g/km CO2 Hröðun: 9,6 sek. Hámarkshraði: 187 km/klst Verð: 5.690.000 kr. Umboð: Brimborg
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent