Ferrari vill selja færri bíla Finnur Thorlacius skrifar 14. maí 2013 15:15 Flestir bílaframleiðendur stefna ávallt að sölu fleiri og fleiri bíla sinna. Einn sker sig þó úr því Ferrari lýsti því yfir um daginn að stefna fyrirtækisins væri að selja færri bíla en það gerir nú. Með því móti verður merki Ferrari betur haldið á lofti sem lúxusmerki og færri fá en vilja. Í fyrra seldi Ferrari 7.318 bíla en stefnir að því að selja minna en 7.000 bíla í ár. Forstjóri Ferrari útskýrði þessa stefnu fyrirtækisins um daginn. Hann sagði að Ferrari væri eins og falleg kona, hún þyrfti að vera biðarinnar virði og eftirsótt. Með þessari stefnu væri minni hætta á að fylla markaðinn og eldri bílar Ferrari yrðu eftirsóttari. Ótrúverðug stefna? Einhverjir hafa bent á að yfirlýsing Ferrari byggist á öðru en útskýringum forstjórans og að greinilega stefni í minnkandi sölu á ofurbílum og að Lamborghini hafi þegar undirbúið sig fyrir minnkandi eftirspurn. Lamborghini seldi 2.083 bíla í fyrra og nam söluakningin 30% frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa stefnu Ferrari ætlar fyrirtækið að ráða 250 nýja starfsmenn á næstunni en 200 þeirra eiga að smíða nýjar vélar fyrir Maserati bíla. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent
Flestir bílaframleiðendur stefna ávallt að sölu fleiri og fleiri bíla sinna. Einn sker sig þó úr því Ferrari lýsti því yfir um daginn að stefna fyrirtækisins væri að selja færri bíla en það gerir nú. Með því móti verður merki Ferrari betur haldið á lofti sem lúxusmerki og færri fá en vilja. Í fyrra seldi Ferrari 7.318 bíla en stefnir að því að selja minna en 7.000 bíla í ár. Forstjóri Ferrari útskýrði þessa stefnu fyrirtækisins um daginn. Hann sagði að Ferrari væri eins og falleg kona, hún þyrfti að vera biðarinnar virði og eftirsótt. Með þessari stefnu væri minni hætta á að fylla markaðinn og eldri bílar Ferrari yrðu eftirsóttari. Ótrúverðug stefna? Einhverjir hafa bent á að yfirlýsing Ferrari byggist á öðru en útskýringum forstjórans og að greinilega stefni í minnkandi sölu á ofurbílum og að Lamborghini hafi þegar undirbúið sig fyrir minnkandi eftirspurn. Lamborghini seldi 2.083 bíla í fyrra og nam söluakningin 30% frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessa stefnu Ferrari ætlar fyrirtækið að ráða 250 nýja starfsmenn á næstunni en 200 þeirra eiga að smíða nýjar vélar fyrir Maserati bíla.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent