Skuggi yfir fjöreggi Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. október 2013 07:00 Engum blandast hugur um mikilvægi lífeyrissjóðakerfis landsmanna. Í opinberri umræðu hefur því enda verið hampað og nefnt sem dæmi um sérstakan styrk íslensks efnahagslífs. Lífeyrissjóðakerfið væri „olíusjóður“ okkar Íslendinga. Lengi hefur samt verið vitað að í kerfinu væri ákveðinn pottur brotinn. Þannig hefur ríkið árum saman, frá því löngu fyrir hrun, velt á undan sér uppsöfnuðum skuldbindingum sem vitað er að lífeyrissjóðir starfsmanna ríkis og bæja fá ekki staðið undir. Sjóðirnir, líkt og velflestir, báru líka skarðan hlut frá borði í hruninu. Því var fagnaðarefni að ávöxtun þeirra skyldi rétta úr kútnum á ný á síðasta ári, fjórum árum eftir hrun. Skuggi er engu að síður yfir þeim bata því sjóðirnir eru enn langt frá því að standa undir þeim greiðslum sem þeir þurfa í framtíðinni að inna af hendi. Í umfjöllun í 37. tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er bent á að 673 milljarða króna vanti upp á. Mest halli á sjóði opinberra starfsmanna þar sem vantar 574 milljarða, á móti 99 milljörðum í lífeyrissjóðakerfinu á almennum vinnumarkaði. Niðurstaðan er að þegar í stað skuli hefjast handa við að seinka töku ellilífeyris hjá fólki og mögulega skerða réttindi þar sem við á. Eykst þá væntanlega enn munur á Íslendingum og öðrum þjóðum, en við erum þegar á meðal þeirra þjóða sem hvað lengst vinna fram á ævikvöldið, líkt og bent er á í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Í Vísbendingu er líka bent á þann vanda sjóðanna að vera í lokuðu fjárfestingarumhverfi gjaldeyrishafta. Haldist þau komi að því að sjóðirnir geti ekki ávaxtað fé sitt með eðlilegum hætti. „Þetta er hluti af þeim vítahring sem Íslendingar kunna að lokast inni í ef engar raunhæfar lausnir finnast á gjaldeyrisvanda þjóðarinnar. Það yrði auðvitað mikið áfall ef kerfi sem byggt hefur verið upp af mikilli framsýni veslast upp,“ segir þar. Hættan er raunveruleg og aðgerða er þörf, bæði í uppstokkun lífeyriskerfisins og til að laga það umhverfi sem sjóðunum er gert að starfa í. Þegar í sumar var farið að glitta í samkomulag um endurskipulagningu kerfisins hjá nefnd um endurskoðun kerfisins. Breytingin var sögð á þeim nótum að samræmdur yrði lífeyristökualdur og iðgjöld allra landsmanna. Væntanlega þarf þá að fylgja sögunni hvernig brúa á bilið til þess að sjóðirnir fái staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Kerfisbreytingin er hins vegar til lítils ef umhverfið sem sjóðunum er gert að starfa í er ónýtt. Óheillaspor væri að hlaupa á eftir hugmyndum um að laga regluverk sjóðanna að þessu óeðlilega umhverfi gjaldeyrishafta með því að rýmka fjárfestingarregluverk þeirra. Þá væri enn og aftur verið að lækna sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn. Um leið kann að vera að slíkar skammtímatilfæringar séu eina svar þeirra sem ætíð setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að málefnum krónunnar. Þeirra sem leggja vilja til atlögu við verðtrygginguna en ætla ekki í raunverulegan slag við verðbólguna, þar sem vitað er að krónan er stærsti bólguvaldurinn. Fyrir löngu er kominn tími til að fá svör og mál út úr nefndum þannig að fyrir liggi hvert skuli stefnt. Eina vissan er um að tjón þjóðarinnar af aðgerðaleysi og hálfkáki getur orðið verulegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Engum blandast hugur um mikilvægi lífeyrissjóðakerfis landsmanna. Í opinberri umræðu hefur því enda verið hampað og nefnt sem dæmi um sérstakan styrk íslensks efnahagslífs. Lífeyrissjóðakerfið væri „olíusjóður“ okkar Íslendinga. Lengi hefur samt verið vitað að í kerfinu væri ákveðinn pottur brotinn. Þannig hefur ríkið árum saman, frá því löngu fyrir hrun, velt á undan sér uppsöfnuðum skuldbindingum sem vitað er að lífeyrissjóðir starfsmanna ríkis og bæja fá ekki staðið undir. Sjóðirnir, líkt og velflestir, báru líka skarðan hlut frá borði í hruninu. Því var fagnaðarefni að ávöxtun þeirra skyldi rétta úr kútnum á ný á síðasta ári, fjórum árum eftir hrun. Skuggi er engu að síður yfir þeim bata því sjóðirnir eru enn langt frá því að standa undir þeim greiðslum sem þeir þurfa í framtíðinni að inna af hendi. Í umfjöllun í 37. tölublaði efnahagsritsins Vísbendingar er bent á að 673 milljarða króna vanti upp á. Mest halli á sjóði opinberra starfsmanna þar sem vantar 574 milljarða, á móti 99 milljörðum í lífeyrissjóðakerfinu á almennum vinnumarkaði. Niðurstaðan er að þegar í stað skuli hefjast handa við að seinka töku ellilífeyris hjá fólki og mögulega skerða réttindi þar sem við á. Eykst þá væntanlega enn munur á Íslendingum og öðrum þjóðum, en við erum þegar á meðal þeirra þjóða sem hvað lengst vinna fram á ævikvöldið, líkt og bent er á í umfjöllun Fréttablaðsins í dag. Í Vísbendingu er líka bent á þann vanda sjóðanna að vera í lokuðu fjárfestingarumhverfi gjaldeyrishafta. Haldist þau komi að því að sjóðirnir geti ekki ávaxtað fé sitt með eðlilegum hætti. „Þetta er hluti af þeim vítahring sem Íslendingar kunna að lokast inni í ef engar raunhæfar lausnir finnast á gjaldeyrisvanda þjóðarinnar. Það yrði auðvitað mikið áfall ef kerfi sem byggt hefur verið upp af mikilli framsýni veslast upp,“ segir þar. Hættan er raunveruleg og aðgerða er þörf, bæði í uppstokkun lífeyriskerfisins og til að laga það umhverfi sem sjóðunum er gert að starfa í. Þegar í sumar var farið að glitta í samkomulag um endurskipulagningu kerfisins hjá nefnd um endurskoðun kerfisins. Breytingin var sögð á þeim nótum að samræmdur yrði lífeyristökualdur og iðgjöld allra landsmanna. Væntanlega þarf þá að fylgja sögunni hvernig brúa á bilið til þess að sjóðirnir fái staðið undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðar. Kerfisbreytingin er hins vegar til lítils ef umhverfið sem sjóðunum er gert að starfa í er ónýtt. Óheillaspor væri að hlaupa á eftir hugmyndum um að laga regluverk sjóðanna að þessu óeðlilega umhverfi gjaldeyrishafta með því að rýmka fjárfestingarregluverk þeirra. Þá væri enn og aftur verið að lækna sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn. Um leið kann að vera að slíkar skammtímatilfæringar séu eina svar þeirra sem ætíð setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að málefnum krónunnar. Þeirra sem leggja vilja til atlögu við verðtrygginguna en ætla ekki í raunverulegan slag við verðbólguna, þar sem vitað er að krónan er stærsti bólguvaldurinn. Fyrir löngu er kominn tími til að fá svör og mál út úr nefndum þannig að fyrir liggi hvert skuli stefnt. Eina vissan er um að tjón þjóðarinnar af aðgerðaleysi og hálfkáki getur orðið verulegt.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun