Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi fer fram í Montreal í Kanada dagana 12.-18. ágúst og mun Ísland eiga fimm fulltrúa á mótinu. Meðal þeirra verða verða Ólympíumótsfararnir 2012, þau Jón Margeir Sverrisson gullverðlaunahafi og Ólympíumótsmethafi í 200 metra skriðsundi í flokki S14 og Kolbrún Alda Stefánsdóttir.
Einnig munu Aníta Ósk Hrafnsdóttir, Thelma Björg Björnsdóttir og Hjörtur Már Ingvarsson taka þátt í heimsmeistaramótinu.
Íslenski hópurinn - félag - fötlunarflokkur
Jón Margeir Sverrisson - Fjölnir - S14
Kolbrún Alda Stefánsdóttir - SH/Fjörður - S14
Aníta Ósk Hrafnsdóttir - Breiðablik/Fjörður - S14
Thelma Björg Björnsdóttir - ÍFR - S6
Hjörtur Már Ingvarsson - Fjörður - S5
Íslenski hópurinn mun halda utan til Kanada fimmtudaginn 8. ágúst og er væntanlegur aftur til Íslands að móti loknu þann 19. ágúst. Landsliðsþjálfari í ferðinni er Kristín Guðmundsdóttir.
Mótið er stærsta sundmótið í röðum fatlaðra síðan keppendur komu saman í London 2012 en gert er ráð fyrir því að um 650 sundmenn frá um 60 þjóðlöndum taki þátt í mótinu.
Fimm frækin halda á HM í Kanada
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
