Hjartaknúsarinn Alexander Skarsgård er væntanlegur hingað til lands í frí.
Hann spjallaði við blaðamenn á frumsýningu sjöttu seríu sjónvarpsþáttanna True Blood, en Skarsgård er einn af aðalleikurum þáttanna.
„Tökum á seríunni lýkur eftir tvær vikur og þá ætla ég í vikulanga gönguferð á Íslandi,“ sagði leikarinn. „Enginn sími, enginn iPad, ekki neitt. Ég er mjög spenntur.“

