Ófögur endalok BMW M3 Finnur Thorlacius skrifar 13. júní 2013 08:45 Mjög er í tísku að taka lifandi myndir í akstri, ekki síst ef um er að ræða kraftmikla bíla. Það er þó hættuleg iðja að birta hvað sem er á vinsælum vefjum eins og Youtube ef á myndböndunum sést hvernig lög eru ítrekað brotin. En það hindraði ekki þennan ökumann BMW M3 bíls sem ekur honum að mörkum getu bílsins og örlítið betur. Eftir að hafa elt annan enn betri akstursbíl í fjallvegi í Arizona ræður bíllinn ekki við krappa beygju og endar utan vegar og rúllar ófáar velturnar og er gerónýtur eftir ófarirnar. Í því ljósi er kannski skrítið að eigandi og ökumaður bílsins skuli birta þetta myndskeið, sem lögregla og tryggingafélag hans getur hæglega notað til að finna út lögbrot hans er slysið varð. Engu að síður er gaman að horfa á aksturinn, eða allt þangað til hann fær þennan slæma enda. Hætt er við að hann fái bíl sinn ekki bættan, en fái öllu heldur nokkrar sektir frá lögreglunni innan tíðar. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent
Mjög er í tísku að taka lifandi myndir í akstri, ekki síst ef um er að ræða kraftmikla bíla. Það er þó hættuleg iðja að birta hvað sem er á vinsælum vefjum eins og Youtube ef á myndböndunum sést hvernig lög eru ítrekað brotin. En það hindraði ekki þennan ökumann BMW M3 bíls sem ekur honum að mörkum getu bílsins og örlítið betur. Eftir að hafa elt annan enn betri akstursbíl í fjallvegi í Arizona ræður bíllinn ekki við krappa beygju og endar utan vegar og rúllar ófáar velturnar og er gerónýtur eftir ófarirnar. Í því ljósi er kannski skrítið að eigandi og ökumaður bílsins skuli birta þetta myndskeið, sem lögregla og tryggingafélag hans getur hæglega notað til að finna út lögbrot hans er slysið varð. Engu að síður er gaman að horfa á aksturinn, eða allt þangað til hann fær þennan slæma enda. Hætt er við að hann fái bíl sinn ekki bættan, en fái öllu heldur nokkrar sektir frá lögreglunni innan tíðar.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent