Vill fleiri Stjörnustelpur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2013 09:00 Stjörnustelpurnar létu hvassviðri og skítakulda ekki hafa áhrif á fagnaðarlæti sín í Garðabænum í gær. Eftir hefðbundnar myndatökur tóku Garðbæingar eina góða hrúgu á þjálfarann sinn. Fréttablaðið/Daníel Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Kvennalið Stjörnunnar fékk Íslandsmeistarabikarinn afhentan eftir 6-0 slátrun á grönnum sínum í Breiðabliki í gær. Stjarnan vann alla átján leiki sína og fékk aðeins á sig sex mörk. Hvort tveggja er einsdæmi. „Auðvitað var aðalmarkmið sumarsins að verða Íslandsmeistari. Við vorum ekkert að spá í svona metum,“ segir Þorlákur Árnason, þjálfari Garðabæjarliðsins. Harpa Þorsteinsdóttir og Danka Podovac skoruðu tvö mörk hvor í 6-0 sigri á Breiðabliki í lokaumferðinni í gær. „Þetta er náttúrulega óaðfinnanlegt hjá okkur og ótrúlegur árangur. Við erum svo ánægðar með okkur,“ sagði Harpa sem fór á kostum í sumar. Harpa skoraði 28 mörk í átján leikjum, varð langmarkahæsti leikmaður deildarinnar og ljóst er að hún verður kosin besti leikmaður deildarinnar í ár. „Það er öllum ljóst. Hún hefur ekki bara skorað þessi mörk heldur á hún einnig fjórtán stoðsendingar í deildinni,“ segir Þorlákur. Þjálfarinn segir ljóst að fimm lið hafi ætlað sér sigur áður en keppni hófst í mótinu í maí. „Þór/KA og Valur stimpluðu sig út snemma og eftir fyrri umferðina voru það eiginlega bara Blikar sem áttu möguleika í okkur,“ segir Þorlákur. Stjarnan missti Íslandsmeistaratitilinn í hendur Þórs/KA síðastliðið sumar. Hann viðurkennir að Garðbæingar hafi verið fúlir í lok leiktíðar en endurmetið stöðuna með tímanum. Liðið varð bikarmeistari og hafnaði í 2.-3. sæti deildarinnar. „Við vorum með meiri breidd og sterkari hóp í fyrra en lentum í miklum meiðslum á svipuðum tíma,“ segir Þorlákur. Liðið hafi hins vegar mætt afar hungrað til leiks í sumar og uppskorið eftir því.Þorlákur þjálfari ásamt Hörpu.Mynd/DaníelVill sjá fleiri í landsliðinu Þorlákur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann verði áfram með liðið. Hann muni hugsa málið og ræða við Stjörnuna í kjölfarið. Hann telur að félagið muni halda öllum þeim leikmönnum sem það vill. „Stemmningin í liðinu er einfaldlega það góð.“ Stjarnan fagnaði titlinum vel í gærkvöldi en þó eru leikmenn ekki komnir í frí. Æfingum verður haldið áfram fram í október þótt álagið verði minnkað. Landsleikir eru fram undan gegn Sviss 26. september og í Serbíu 31. október. Leikirnir verða þeir fyrstu undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Freys Alexanderssonar. Stjarnan átti fimm fulltrúa í landsliðshópnum á EM í Svíþjóð í sumar. Glódís Perla Viggósdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir komu við sögu auk þess sem Anna Björk Kristjánsdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir voru á bekknum. Láki vill sjá Írunni Þorbjörgu Aradóttur og Önnu Maríu Baldursdóttur í landsliðshópnum. „Ég yrði mjög hissa ef Írunn og Anna María fá ekki kallið,“ segir Þorlákur. Hann segir líka landsmenn eiga eftir að sjá það besta frá Hörpu í landsliðinu. Hún eigi að spila frammi en ekki í öðrum stöðum framarlega á vellinum. Hann bendir einnig á hve vel íslenska landsliðið standi með miðverði sína Glódísi Perlu og Önnu Björk. „Sif Atladóttir er besti miðvörður sem við eigum. En ef hún er meidd verðum við í engum vandræðum.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira