Ekkert persónulegt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. september 2013 07:00 Allir eru hræddir við eitthvað. Sumir eru lofthræddir en aðrir óttast hunda, köngulær eða það að halda fyrirlestur. Sjálfur er ég haldinn ólæknanlegri dansfælni. Það eitt að ímynda mér dansgólf fær hár mín til að rísa og framkallar kaldan svita á enninu. Þetta hefur komið sér illa í samskiptum mínum við hitt kynið. Mér hefur jú nokkrum sinnum verið boðið upp (afsakið orðalagið, ég er á fertugsaldri) en neyðst til að afþakka vegna dansóttans. Og nei, aldrei nokkurn tímann hefur mér verið trúað þegar ég hef gefið upp ástæður mínar. Ég myndi ekki mæta minni skilningi þótt ég vendi mig á að segja frekar: „Nei, þú ert bara of ljót“. En það væri ekki satt. Mér finnst voðalega fátt vera ljótt. Madeleine Albright er ljót, Fiat Multipla er ljótur og JL-húsið er ljótt. Flest annað þykir mér fallegt. Ef þú biður mig að dansa við þig máttu ekki taka því persónulega þótt ég hafni boðinu. Ég tæki því ekkert illa þótt þú leyfðir mér ekki að henda tarantúlu í andlitið á þér vegna þess að ég veit hvernig það er að vera hræddur við eitthvað. Ég er hálfpartinn að vonast til þess að sæta stelpan sem ég neitaði að dansa við á Kaffibarnum haustið 2010 sé að lesa þetta. Hún var fallegri en vatnaliljur Monets en fötlun mín olli því að hún ranghvolfdi augunum yfir því hvað ég væri glataður og lét sig hverfa. Bara ef hún hefði beðið mig að gera eitthvað annað, hvað sem er, eins og til dæmis að hlaupa á staðnum með sér, hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um. Það get ég vel gert, að minnsta kosti í stutta stund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Allir eru hræddir við eitthvað. Sumir eru lofthræddir en aðrir óttast hunda, köngulær eða það að halda fyrirlestur. Sjálfur er ég haldinn ólæknanlegri dansfælni. Það eitt að ímynda mér dansgólf fær hár mín til að rísa og framkallar kaldan svita á enninu. Þetta hefur komið sér illa í samskiptum mínum við hitt kynið. Mér hefur jú nokkrum sinnum verið boðið upp (afsakið orðalagið, ég er á fertugsaldri) en neyðst til að afþakka vegna dansóttans. Og nei, aldrei nokkurn tímann hefur mér verið trúað þegar ég hef gefið upp ástæður mínar. Ég myndi ekki mæta minni skilningi þótt ég vendi mig á að segja frekar: „Nei, þú ert bara of ljót“. En það væri ekki satt. Mér finnst voðalega fátt vera ljótt. Madeleine Albright er ljót, Fiat Multipla er ljótur og JL-húsið er ljótt. Flest annað þykir mér fallegt. Ef þú biður mig að dansa við þig máttu ekki taka því persónulega þótt ég hafni boðinu. Ég tæki því ekkert illa þótt þú leyfðir mér ekki að henda tarantúlu í andlitið á þér vegna þess að ég veit hvernig það er að vera hræddur við eitthvað. Ég er hálfpartinn að vonast til þess að sæta stelpan sem ég neitaði að dansa við á Kaffibarnum haustið 2010 sé að lesa þetta. Hún var fallegri en vatnaliljur Monets en fötlun mín olli því að hún ranghvolfdi augunum yfir því hvað ég væri glataður og lét sig hverfa. Bara ef hún hefði beðið mig að gera eitthvað annað, hvað sem er, eins og til dæmis að hlaupa á staðnum með sér, hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um. Það get ég vel gert, að minnsta kosti í stutta stund.