Handbolti

Valur vann Val í bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson stýrði Val til sigurs á Val í kvöld.
Ólafur Stefánsson stýrði Val til sigurs á Val í kvöld. Mynd/Daníel
Valsmenn eru komnir áfram í átta liða úrslit Coca Cola bikars karla í handbolta eftir sjö marka sigur á Val 2, 32-25 í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í dag.

A-liðið þurfti að hafa fyrir sigrinum en liðið var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 14-10.

Sigurður Eggertsson, klæddist aftur Valsbúningnum og var markahæstur hjá b-liðinu með sex mörk en Fannar Þorbjörnsson skoraði fimm mörk. Þá spilaði Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum Framari, með Val 2 og skoraði hann fjögur mörk.

Finnur Ingi Stefánsson var markahæstur hjá A-liðinu með sex mörk en þeir Alexander Örn Júlíusson, Ægir Hrafn Jónsson og Geir Guðmundsson skoruðu allir fimm mörk hver.

Valsmenn urðu fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum en á morgun fara fram tveir leikir:  Akureyri - HK (klukkan 16.00) og Víkingur - Haukar (Klukkan 20.00)



Valur 2 - Valur 25-32 (10-14)

Mörk Vals 2: Sigurður Eggertsson 6, Fannar Þorbjörnsson 5, Jóhann Gunnar Einarsson 4, Hjalti Pálmason 3, Erlendur Egilsson 3, Árni Hildar Sveinbjörnsson 3.

Mörk Vals: Finnur Ingi Stefánsson 6, Alexander Örn Júlíusson 5, Ægir Hrafn Jónsson 5, Geir Guðmundsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 4, Elvar Friðriksson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Bjartur Guðmundsson 2, Júlíus Þ'orir Stefánsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×