Karlar sem hjálpa konum Hildur Sverrisdóttir skrifar 7. desember 2013 07:00 Fyrir tíu árum bjó ég í hverfi í London sem var heldur skuggalegt. Eitt kvöldið var ég að ganga heim og sé að fram undan er maður sem gengur til móts við mig en annars vorum við alein. Ósjálfráðar hugsanir um hvort ég væri mögulega í hættu stödd spruttu fram, en úr þeim var svo sem ekki unnið að öðru leyti en að halda bara göngunni áfram en hafa þó lykla í krepptri lúkunni til að vera smá vopnbúin ef hann réðist á mig. Þegar hann tekur eftir mér stígur hann ákveðið út á götuna og gengur þar alveg þangað til ég er komin framhjá honum. Þá lallaði hann sér aftur upp á gangstéttina og hélt göngu sinni áfram. Mér fannst þetta undarlegt háttalag þangað til það rann upp fyrir mér að hann fór af gangstéttinni til að hlífa mér við því að hræðast hann. Þetta var fallega skilningsríkt af honum. En auðvitað ósanngjarnt að hann þyrfti að bera ábyrgð á að ég væri mögulega smeyk við hann því það væru til fávitar í þessum heimi. Í kjölfarið ímyndaði ég mér hvernig það væri ef tölfræði sýndi að konur réðust á gamla menn í bakaríum. Það hlyti að vera óþægilegt að standa við hliðina á gömlum manni í bakaríi vitandi að hann væri kannski að velta fyrir sér hvort ég myndi ráðast á hann. Ef barátta gegn kynbundnu ofbeldi á að gera gagn verður hún að beinast eingöngu að þeim sem beita ofbeldinu. Það er vont að stilla þessu samfélagsmeini upp í kynjastríð. Karlmenn eru ekki ofbeldismenn – ofbeldismenn eru ofbeldismenn. Ég hef verið hætt komin þegar ofbeldismenn ætluðu að ráðast á mig og í öllum tilfellum voru það karlmenn sem komu mér til hjálpar. Í einu tilviki voru það reyndar klæðskiptingar sem héldu durtinum niðri með hælaskónum og sögðu mér að hlaupa. Mér hefur alltaf þótt það frekar lýsandi um að við erum öll saman í þessu stríði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun
Fyrir tíu árum bjó ég í hverfi í London sem var heldur skuggalegt. Eitt kvöldið var ég að ganga heim og sé að fram undan er maður sem gengur til móts við mig en annars vorum við alein. Ósjálfráðar hugsanir um hvort ég væri mögulega í hættu stödd spruttu fram, en úr þeim var svo sem ekki unnið að öðru leyti en að halda bara göngunni áfram en hafa þó lykla í krepptri lúkunni til að vera smá vopnbúin ef hann réðist á mig. Þegar hann tekur eftir mér stígur hann ákveðið út á götuna og gengur þar alveg þangað til ég er komin framhjá honum. Þá lallaði hann sér aftur upp á gangstéttina og hélt göngu sinni áfram. Mér fannst þetta undarlegt háttalag þangað til það rann upp fyrir mér að hann fór af gangstéttinni til að hlífa mér við því að hræðast hann. Þetta var fallega skilningsríkt af honum. En auðvitað ósanngjarnt að hann þyrfti að bera ábyrgð á að ég væri mögulega smeyk við hann því það væru til fávitar í þessum heimi. Í kjölfarið ímyndaði ég mér hvernig það væri ef tölfræði sýndi að konur réðust á gamla menn í bakaríum. Það hlyti að vera óþægilegt að standa við hliðina á gömlum manni í bakaríi vitandi að hann væri kannski að velta fyrir sér hvort ég myndi ráðast á hann. Ef barátta gegn kynbundnu ofbeldi á að gera gagn verður hún að beinast eingöngu að þeim sem beita ofbeldinu. Það er vont að stilla þessu samfélagsmeini upp í kynjastríð. Karlmenn eru ekki ofbeldismenn – ofbeldismenn eru ofbeldismenn. Ég hef verið hætt komin þegar ofbeldismenn ætluðu að ráðast á mig og í öllum tilfellum voru það karlmenn sem komu mér til hjálpar. Í einu tilviki voru það reyndar klæðskiptingar sem héldu durtinum niðri með hælaskónum og sögðu mér að hlaupa. Mér hefur alltaf þótt það frekar lýsandi um að við erum öll saman í þessu stríði.